Arsenal innkallar nýjar treyjur sem eiga að heiðra „The Invincibles“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 23:31 Arsenal og Adidas þurfa að laga nýju treyjurnar. Vísir/Getty Arsenal og Adidas hafa innkallað nýjar keppnistreyjur félagsins sem komnar voru í sölu. Ástæðan er mistök í prentun en treyjunum er ætlað að heiðar hetjur liðsins frá tímabilinu 2003-2004. Arsenal hefur verið mikið í fréttunum á undanförnum dögum vegna frétta á leikmannamarkaðnum. Þeir eru að eltast við öfluga leikmenn eins og Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber en það eru ekki bara leikmannamálin sem halda fólkinu á skrifstofu félagsins uppteknu. Félagið og íþróttavöruframleiðandinn Adidas hafa nefnilega neyðst til að innkalla nýjar keppnistreyjur Arsenal sem komnar voru í sölu. Hugmyndin á bakvið treyjurnar er að minnast tímabilsins 2003-2004 en þá fór Arsenal ósigrað í gegnum ensku úrvalsdeildina og er eina liðið sem hefur náð því. Næsta vor verða tuttugu ár síðan Arsene Wenger og lærisveinar hans náðu afrekinu. Ástæðan fyrir innkölluninni eru mistök í prentun en innan á hálsmálinu eru prentaðar staðreyndir um mettímabilið. Mistökin felast í því að á treyjunni stóð að félagið hefði unnið eða gert jafntefli í þrjátíu og tveimur leikjum en ekki þrjátíu og átta sem er fjöldi leikja á hverju tímabili úrvalsdeildarinnar. Félagið hefur nú tekið allar treyjur úr sölu á heimasíðu sinni sem og í verslunum sínum og sent út tölvupóst til þeirra stuðningsmanna sem nú þegar hafa fest kaup á treyju. Adidas er framleiðandi treyjanna og þeir segja að treyjan sé komin úr sölu tímabundið á meðan mistökin eru leiðrétt. „Við vinnum náið með félaginu og okkar samstarfsaðilum til að tryggja að nýjar treyjur verði komnar í sölu eins fljótt og hægt er. Við bjóðum fulla endurgreiðslu til stuðningsmanna sem nú þegar hafa keypt treyju.“ „Hönnun treyjunnar stóðst ekki okkar staðla sem við setjum okkur og við biðjum félagið og stuðningsmenn þess afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Adidas. Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira
Arsenal hefur verið mikið í fréttunum á undanförnum dögum vegna frétta á leikmannamarkaðnum. Þeir eru að eltast við öfluga leikmenn eins og Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber en það eru ekki bara leikmannamálin sem halda fólkinu á skrifstofu félagsins uppteknu. Félagið og íþróttavöruframleiðandinn Adidas hafa nefnilega neyðst til að innkalla nýjar keppnistreyjur Arsenal sem komnar voru í sölu. Hugmyndin á bakvið treyjurnar er að minnast tímabilsins 2003-2004 en þá fór Arsenal ósigrað í gegnum ensku úrvalsdeildina og er eina liðið sem hefur náð því. Næsta vor verða tuttugu ár síðan Arsene Wenger og lærisveinar hans náðu afrekinu. Ástæðan fyrir innkölluninni eru mistök í prentun en innan á hálsmálinu eru prentaðar staðreyndir um mettímabilið. Mistökin felast í því að á treyjunni stóð að félagið hefði unnið eða gert jafntefli í þrjátíu og tveimur leikjum en ekki þrjátíu og átta sem er fjöldi leikja á hverju tímabili úrvalsdeildarinnar. Félagið hefur nú tekið allar treyjur úr sölu á heimasíðu sinni sem og í verslunum sínum og sent út tölvupóst til þeirra stuðningsmanna sem nú þegar hafa fest kaup á treyju. Adidas er framleiðandi treyjanna og þeir segja að treyjan sé komin úr sölu tímabundið á meðan mistökin eru leiðrétt. „Við vinnum náið með félaginu og okkar samstarfsaðilum til að tryggja að nýjar treyjur verði komnar í sölu eins fljótt og hægt er. Við bjóðum fulla endurgreiðslu til stuðningsmanna sem nú þegar hafa keypt treyju.“ „Hönnun treyjunnar stóðst ekki okkar staðla sem við setjum okkur og við biðjum félagið og stuðningsmenn þess afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Adidas.
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira