Reyna að tæla Indverja frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 08:07 Narendra Modi með þeim Jill og Joe Biden við Hvíta húsið í gær. AP Photo/Evan Vucci Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar ekki viljað gera það vegna sambands Indlands og Rússlands og umfangsmikilla vopnakaupa Indverja af Rússum. Bandaríkjamenn vilja hins vegar nú reyna að tæla Indverja frá Rússum og sporna gegn áhrifum Kína. Indverjar hafa lengi átt í góðum samskiptum við Rússa. Það samband hefur þó beðið hnekki vegna aukinna samskipta Rússa við Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman. Washington Post segir heimsókn Modi til Washington DC meðal annars ætlað að senda Kínverjum skilaboð. Yfirvöld á Indlandi hafa hingað til neitað að fordæma innrás Rússa í Úkraínu og hafa neitað að taka þátt í refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal verður kaupsamningurinn opinberaður í dag í heimsókn Modi til Hvíta hússins, þar sem hann mun meðal annars snæða með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Þá segir miðillinn einnig að ráðamenn ríkjanna séu að ræða aukin samskipti milli herja Bandaríkjanna og Indlands. Að bandarískum herskipum yrði oftar siglt til Indlands og heraflar ríkjanna gætu haldið fleiri sameiginlegar æfingar. Fá aðgang að leynilegri tækni Indverjar hafa lengi viljað kaupa MQ-9B Reaper dróna af Bandaríkjamönnum en samkvæmt heimildum WSJ fá þeir nú að kaupa á þriðja tug þeirra fyrir um þrjá milljarða dala. Ráðamennirnir eru einnig sagðir hafa gert samkomulag um sameiginlega framleiðslu á F414 hreyflum fyrir nýjar indverskar herþotur. Það eru leynilegir hreyflar sem Bandaríkjamenn framleiða meðal annars fyrir F-18 orrustuþotur. Það að deila eigi tækninni með Indverjum þykir til marks um aukið traust milli ríkjanna. Bandaríkin Indland Rússland Kína Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar ekki viljað gera það vegna sambands Indlands og Rússlands og umfangsmikilla vopnakaupa Indverja af Rússum. Bandaríkjamenn vilja hins vegar nú reyna að tæla Indverja frá Rússum og sporna gegn áhrifum Kína. Indverjar hafa lengi átt í góðum samskiptum við Rússa. Það samband hefur þó beðið hnekki vegna aukinna samskipta Rússa við Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman. Washington Post segir heimsókn Modi til Washington DC meðal annars ætlað að senda Kínverjum skilaboð. Yfirvöld á Indlandi hafa hingað til neitað að fordæma innrás Rússa í Úkraínu og hafa neitað að taka þátt í refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal verður kaupsamningurinn opinberaður í dag í heimsókn Modi til Hvíta hússins, þar sem hann mun meðal annars snæða með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Þá segir miðillinn einnig að ráðamenn ríkjanna séu að ræða aukin samskipti milli herja Bandaríkjanna og Indlands. Að bandarískum herskipum yrði oftar siglt til Indlands og heraflar ríkjanna gætu haldið fleiri sameiginlegar æfingar. Fá aðgang að leynilegri tækni Indverjar hafa lengi viljað kaupa MQ-9B Reaper dróna af Bandaríkjamönnum en samkvæmt heimildum WSJ fá þeir nú að kaupa á þriðja tug þeirra fyrir um þrjá milljarða dala. Ráðamennirnir eru einnig sagðir hafa gert samkomulag um sameiginlega framleiðslu á F414 hreyflum fyrir nýjar indverskar herþotur. Það eru leynilegir hreyflar sem Bandaríkjamenn framleiða meðal annars fyrir F-18 orrustuþotur. Það að deila eigi tækninni með Indverjum þykir til marks um aukið traust milli ríkjanna.
Bandaríkin Indland Rússland Kína Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira