Nota fjarstýrðan kafbát en súrefnið á þrotum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 11:46 Þessi mynd var tekin á sunnudaginn, skömmu áður en Títan hvarf. Þarna var verið að undirbúa kafbátinn fyrir fyrstu ferðina að flaki Titanic þetta árið. AP/Action Aviation Leitarmenn á Atlantshafi eru byrjaðir að nota franskan fjarstýrðan kafbát sem hægt er að nota til að senda myndir frá botni hafsins til yfirborðsins í rauntíma. Með honum geta leitarmenn séð botninn og leitað kafbátsins Títan, sem týndist á sunnudaginn er verið var að kafa honum að flaki skipsins Titanic. Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna. Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna.
Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48