Sjóherinn nam „frávik“ á sama tíma og samband rofnaði við Titan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2023 07:02 Það þykir mildi að farþegar Titan hafa líklega látist samstundis þegar farið féll saman. AP/Lindsey Wasson Fregnir hafa borist af því að bandaríski sjóherinn hafi numið „frávik“ neðansjávar á sunnudag, sem var líklega sprengingin sem varð þegar kafbáturinn Titan féll saman vegna þrýstings. Sjóherinn er sagður hafa látið strandgæsluna vita en erlendir miðlar segja strandgæsluna hafa ákveðið að halda leit að farinu áfram, þar sem menn voru ekki vissir um orsök „fráviksins“. Kvikmyndagerða- og ævintýramaðurinn James Cameron, hefur greint frá því að hafa fengið upplýsingar um „hvell“ sem átti sér stað á sama tíma og samband rofnaði við Titan. „Ég vissi hvað hafði gerst,“ segir hann í samtali við Reuters. Cameron segist hafa greint kollegum sínum frá tíðindunum á mánudag en hann hafi þá þegar verið viss um að farið hefði gefið sig og að farþegarnir fimm væru látnir. Fjölskyldur látnu hafa sent frá sér yfirlýsingar og þakkir til allra þeirra sem komu að leitinni. George Rutherglen, prófessor í hafrétti við University of Virginia, segir hins vegar að hin umfangsmikla leit og hinn mikli viðbúnaður sem atvikið kallaði á yrði örugglega til þess að lög og reglur yrðu hertar. „Þessi flök á hafsbotni hafa orðið aðgengilegri með framþróun tækninnar. Það þýðir hins vegar ekki að það hafi orðið öruggara að fara niður og skoða,“ segir hann en eins og kunnugt er var Titan á leið að flakinu af Titanic þegar slysið varð. Salvatore Mercogliano, sagnfræðiprófessor við Campell University í Norður-Karólínu, líkir djúpsjávarleiðöngrum samtímans við það þegar menn voru að uppgötva flugið. Þá hafi tekið marga áratugi að setja lög um hina nýju tækni. „Það munu koma tímar þegar þú munt ekki hugsa þig tvisvar um að fara um borð í kafbát og niður á 4.000 metra dýpi. En við erum ekki komin þangað.“ Bandaríkin Titanic Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Sjóherinn er sagður hafa látið strandgæsluna vita en erlendir miðlar segja strandgæsluna hafa ákveðið að halda leit að farinu áfram, þar sem menn voru ekki vissir um orsök „fráviksins“. Kvikmyndagerða- og ævintýramaðurinn James Cameron, hefur greint frá því að hafa fengið upplýsingar um „hvell“ sem átti sér stað á sama tíma og samband rofnaði við Titan. „Ég vissi hvað hafði gerst,“ segir hann í samtali við Reuters. Cameron segist hafa greint kollegum sínum frá tíðindunum á mánudag en hann hafi þá þegar verið viss um að farið hefði gefið sig og að farþegarnir fimm væru látnir. Fjölskyldur látnu hafa sent frá sér yfirlýsingar og þakkir til allra þeirra sem komu að leitinni. George Rutherglen, prófessor í hafrétti við University of Virginia, segir hins vegar að hin umfangsmikla leit og hinn mikli viðbúnaður sem atvikið kallaði á yrði örugglega til þess að lög og reglur yrðu hertar. „Þessi flök á hafsbotni hafa orðið aðgengilegri með framþróun tækninnar. Það þýðir hins vegar ekki að það hafi orðið öruggara að fara niður og skoða,“ segir hann en eins og kunnugt er var Titan á leið að flakinu af Titanic þegar slysið varð. Salvatore Mercogliano, sagnfræðiprófessor við Campell University í Norður-Karólínu, líkir djúpsjávarleiðöngrum samtímans við það þegar menn voru að uppgötva flugið. Þá hafi tekið marga áratugi að setja lög um hina nýju tækni. „Það munu koma tímar þegar þú munt ekki hugsa þig tvisvar um að fara um borð í kafbát og niður á 4.000 metra dýpi. En við erum ekki komin þangað.“
Bandaríkin Titanic Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira