Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2023 12:41 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við brottför hvalbátanna úr Reykjavíkurhöfn í dag. Egill Aðalsteinsson Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. Þetta kemur fram í skilaboðum sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi á þá sem áttu að hefja störf í vikunni. Í skilaboðunum segir að forsendur ráðninga séu brostnar og að ekki verði af þeim. „Eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir hefur matvælaráðherra þann 20. júní 2023, upp á sitt einsdæmi og fyrirvaralaust, takmarkað veiðitímabil langreyða þannig að þær geta ekki hafist fyrr en fyrsta september 2023, samkvæmt því sem segir í ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973 um hvalveiðar, eins og henni hefur nú verið breytt af hálfu matvælaráðherra,“ segir í skilboðunum sem Vísir hefur undir höndum. Kristján segist harma þá stöðu sem upp sé komin, sem sé fordæmalaus í sögu félagsins. Þá segir: „Komi til þess að einstakir aðilar vilji leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum vegna þessa, mun Hvalur hf. að sjálfsögðu aðstoða eftir föngum.“ Greint hefur verið frá því að á annað hundrað einstaklingar hafi verið búnir að ráða sig á vertíð hjá Hval. Hvalveiðar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skilaboðum sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi á þá sem áttu að hefja störf í vikunni. Í skilaboðunum segir að forsendur ráðninga séu brostnar og að ekki verði af þeim. „Eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir hefur matvælaráðherra þann 20. júní 2023, upp á sitt einsdæmi og fyrirvaralaust, takmarkað veiðitímabil langreyða þannig að þær geta ekki hafist fyrr en fyrsta september 2023, samkvæmt því sem segir í ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973 um hvalveiðar, eins og henni hefur nú verið breytt af hálfu matvælaráðherra,“ segir í skilboðunum sem Vísir hefur undir höndum. Kristján segist harma þá stöðu sem upp sé komin, sem sé fordæmalaus í sögu félagsins. Þá segir: „Komi til þess að einstakir aðilar vilji leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum vegna þessa, mun Hvalur hf. að sjálfsögðu aðstoða eftir föngum.“ Greint hefur verið frá því að á annað hundrað einstaklingar hafi verið búnir að ráða sig á vertíð hjá Hval.
Hvalveiðar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira