Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 14:23 Ósáttur mótmælandi í Lundúnum á þessu ári. EPA Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bretlandi vilja 58 prósent svarenda ganga aftur inn í Evrópusambandið. 42 prósent telja það hafa verið rétta ákvörðun að ganga út úr Evrópusambandinu. Síðan Bretar kusu um útgönguna, þann 23. júní árið 2016, hafa þeir sem vilja ganga aftur í Evrópusambandið yfirleitt verið fleiri en þeir sem töldu ákvörðunina rétta. Hefur verið talað um brexit-eftirsjá í því samhengi. Munurinn hefur hins vegar sjaldan verið mikill, hvor blokkin rétt um 50 prósent. Síðan árið 2021 hefur munurinn verið að aukast. Vöruskortur og verðhækkanir Bretland hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika eftir útgönguna, sem var gengið frá með samningum árið 2020. Vöruflutningar til landsins hafa gengið brösuglega og iðulega komið upp vöruskortur. Þá hefur verðlag í landinu hækkað mikið, umfram þær hækkanir sem önnur ríki hafa verið að glíma við, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísuna. Stuðningurinn við aðild er mestur í stórborgum eins og London, Birmingham og Manchester sem og í Skotlandi. Í sumum kjördæmum er stuðningurinn yfir 70 prósent. Fylgi Íhaldsflokksins er í kjallaranum og forsætisráðherranum Rishi Sunak hefur ekki tekist að snúa taflinu við.EPA Aðeins í einu kjördæmi af 650 mælist minni stuðningur með aðild en útgöngu, Boston og Skegness í Lincoln-skíri á austurströnd Bretlands. Óánægja með Íhaldsflokkinn Þá er stuðningurinn við stjórn Íhaldsflokksins, sem studdi útgönguna, í kjallaranum. Flokkurinn hefur mælst með undir 30 prósenta fylgi í tæpt ár á meðan Verkamannaflokkurinn hefur verið að mælast með um 45 prósenta fylgi og Frjálslyndir demókratar yfir 10 prósentum. Þrátt fyrir að stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hafi rokið upp í Bretlandi er hann ekki jafn mikill og í flestum löndum sem eru enn þá í því. 87 prósent Spánverja styðja veru landsins í sambandinu, 79 prósent Dana, 70 prósent Svía, 69 prósent Þjóðverja, 63 prósent Ítala og 62 prósent Frakka. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bretlandi vilja 58 prósent svarenda ganga aftur inn í Evrópusambandið. 42 prósent telja það hafa verið rétta ákvörðun að ganga út úr Evrópusambandinu. Síðan Bretar kusu um útgönguna, þann 23. júní árið 2016, hafa þeir sem vilja ganga aftur í Evrópusambandið yfirleitt verið fleiri en þeir sem töldu ákvörðunina rétta. Hefur verið talað um brexit-eftirsjá í því samhengi. Munurinn hefur hins vegar sjaldan verið mikill, hvor blokkin rétt um 50 prósent. Síðan árið 2021 hefur munurinn verið að aukast. Vöruskortur og verðhækkanir Bretland hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika eftir útgönguna, sem var gengið frá með samningum árið 2020. Vöruflutningar til landsins hafa gengið brösuglega og iðulega komið upp vöruskortur. Þá hefur verðlag í landinu hækkað mikið, umfram þær hækkanir sem önnur ríki hafa verið að glíma við, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísuna. Stuðningurinn við aðild er mestur í stórborgum eins og London, Birmingham og Manchester sem og í Skotlandi. Í sumum kjördæmum er stuðningurinn yfir 70 prósent. Fylgi Íhaldsflokksins er í kjallaranum og forsætisráðherranum Rishi Sunak hefur ekki tekist að snúa taflinu við.EPA Aðeins í einu kjördæmi af 650 mælist minni stuðningur með aðild en útgöngu, Boston og Skegness í Lincoln-skíri á austurströnd Bretlands. Óánægja með Íhaldsflokkinn Þá er stuðningurinn við stjórn Íhaldsflokksins, sem studdi útgönguna, í kjallaranum. Flokkurinn hefur mælst með undir 30 prósenta fylgi í tæpt ár á meðan Verkamannaflokkurinn hefur verið að mælast með um 45 prósenta fylgi og Frjálslyndir demókratar yfir 10 prósentum. Þrátt fyrir að stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hafi rokið upp í Bretlandi er hann ekki jafn mikill og í flestum löndum sem eru enn þá í því. 87 prósent Spánverja styðja veru landsins í sambandinu, 79 prósent Dana, 70 prósent Svía, 69 prósent Þjóðverja, 63 prósent Ítala og 62 prósent Frakka.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira