Segir nautalifur vera ofurfæðu Íris Hauksdóttir skrifar 23. júní 2023 15:58 Sigurjón Ernir þakkar nautalifursáti góðan árangur. Hlaupagarpurinn og heilsugúrúinn Sigurjón Ernir Sturluson sigraði Hengil nýverið en hann þakkar nautalifri árangur sinn sem hann segir eina næringarríkustu fæðuafurðum. Sigurjón Ernir yfirþjálfari og eigandi Ultraform mætti í spjall á FM957 nú fyrir stuttu þar sem hann ræddi afrek sín meðal annars sigurinn á Hengli en þar bætti hann met sitt um tíu mínútur. „Því hraðari hlaupari sem þú ert því erfiðara er að bæta sig,“ segir Sigurjón og heldur áfram. „Ég kem úr sveit og byrjaði að hlaupa þar til að bæta árangur minn í körfuboltanum. Ég var að smala í fjallinu milli þess sem ég lék mér í fjörunni. Það var fjallið, fjaran eða skurðurinn og því hef ég forskot á marga. Þetta er góður grunnur.“ Fólk þarf að passa skammtastærðina Þú hefur náð frábærum árangri en hver er lykillinn? „Númer eitt tvö og þrjú þá þjáist ég af brjósklosi sem hefur stöðugt meiri áhrif á mig. Hildur hjá Sjúkrasportinu hef unnið mikið með mig í að styrkja aftari keðju líkamans sem ég held að margir séu að flaska á. Það vantar styrk í samrýnda vöðva. Ég segi hvíld og endurheimt sé lykillinn og þar kemur lifrin inn í. Ég hef alltaf barist við járnskort. Sérstaklega þegar kemur að keppnistímabilum. Lifur er há í járni og fólk þarf að passa sig að borða ekki of mikið af henni. Ég fór fyrir sirka tveimur mánuðum að borða 25 grömm á dag og þá fór allt að klikka. Það er ótrúlegt en það virkar fyrir mig.“ Þetta hljómar nú ekki beint spennandi „Nei það er margt í lífinu sem er ekki spennandi en þetta er ein næringarríkasta afurð sem við finnum. Áður fyrr borðuðu Íslendingar mikið af lifri og öðrum innimat. Það sem inniheldur mestu næringuna.“ Hræódýrt því enginn borðar þetta En nú hugsar fólk hvar kaupi ég nautalifur? „Já það er nefnilega hægara sagt en gert þú færð þetta ekki í venjulegum verslunum. Ástæðan er einföld það er engin sem kaupir þetta. Það er samt hægt að sérpanta hjá kjötbúðum en ég sá þetta í Fiskó fyrir stuttu, í tveggja kílóa umbúðum. Þetta er hræódýrt því það er enginn að borða þetta. Það er galið að næringarfræðigeirinn sé ekki að fókusa meira á það sem inniheldur mestu næringuna.“ Sigurjón heldur sömuleiðis uppi hlaðvarpinu UltraForm þar sem hann hugleiðingum sínum og tilraunum um blóðsykur og efnaskipti. Hann segir að þar sé hægt að læra meira en að lesa nokkrar bækur. Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. FM957 Heilsa Tengdar fréttir Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 Nálgast markmiðið óðfluga Þrír vinir ætla að hjóla, skíða og róa 350 kílómetra í Grafarholtinu næstu 24 tímana. Einn þeirra segir þá félagana ekki ætla að hætta nema eitthvað klikki, þó sé þunn lína á milli þrjósku og heimsku. Hann óttast mest hvað gerist við gripin á höndunum. Hægt verður að fylgjast með þeim félögum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. 10. mars 2023 18:55 Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Sigurjón Ernir yfirþjálfari og eigandi Ultraform mætti í spjall á FM957 nú fyrir stuttu þar sem hann ræddi afrek sín meðal annars sigurinn á Hengli en þar bætti hann met sitt um tíu mínútur. „Því hraðari hlaupari sem þú ert því erfiðara er að bæta sig,“ segir Sigurjón og heldur áfram. „Ég kem úr sveit og byrjaði að hlaupa þar til að bæta árangur minn í körfuboltanum. Ég var að smala í fjallinu milli þess sem ég lék mér í fjörunni. Það var fjallið, fjaran eða skurðurinn og því hef ég forskot á marga. Þetta er góður grunnur.“ Fólk þarf að passa skammtastærðina Þú hefur náð frábærum árangri en hver er lykillinn? „Númer eitt tvö og þrjú þá þjáist ég af brjósklosi sem hefur stöðugt meiri áhrif á mig. Hildur hjá Sjúkrasportinu hef unnið mikið með mig í að styrkja aftari keðju líkamans sem ég held að margir séu að flaska á. Það vantar styrk í samrýnda vöðva. Ég segi hvíld og endurheimt sé lykillinn og þar kemur lifrin inn í. Ég hef alltaf barist við járnskort. Sérstaklega þegar kemur að keppnistímabilum. Lifur er há í járni og fólk þarf að passa sig að borða ekki of mikið af henni. Ég fór fyrir sirka tveimur mánuðum að borða 25 grömm á dag og þá fór allt að klikka. Það er ótrúlegt en það virkar fyrir mig.“ Þetta hljómar nú ekki beint spennandi „Nei það er margt í lífinu sem er ekki spennandi en þetta er ein næringarríkasta afurð sem við finnum. Áður fyrr borðuðu Íslendingar mikið af lifri og öðrum innimat. Það sem inniheldur mestu næringuna.“ Hræódýrt því enginn borðar þetta En nú hugsar fólk hvar kaupi ég nautalifur? „Já það er nefnilega hægara sagt en gert þú færð þetta ekki í venjulegum verslunum. Ástæðan er einföld það er engin sem kaupir þetta. Það er samt hægt að sérpanta hjá kjötbúðum en ég sá þetta í Fiskó fyrir stuttu, í tveggja kílóa umbúðum. Þetta er hræódýrt því það er enginn að borða þetta. Það er galið að næringarfræðigeirinn sé ekki að fókusa meira á það sem inniheldur mestu næringuna.“ Sigurjón heldur sömuleiðis uppi hlaðvarpinu UltraForm þar sem hann hugleiðingum sínum og tilraunum um blóðsykur og efnaskipti. Hann segir að þar sé hægt að læra meira en að lesa nokkrar bækur. Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
FM957 Heilsa Tengdar fréttir Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 Nálgast markmiðið óðfluga Þrír vinir ætla að hjóla, skíða og róa 350 kílómetra í Grafarholtinu næstu 24 tímana. Einn þeirra segir þá félagana ekki ætla að hætta nema eitthvað klikki, þó sé þunn lína á milli þrjósku og heimsku. Hann óttast mest hvað gerist við gripin á höndunum. Hægt verður að fylgjast með þeim félögum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. 10. mars 2023 18:55 Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12
Nálgast markmiðið óðfluga Þrír vinir ætla að hjóla, skíða og róa 350 kílómetra í Grafarholtinu næstu 24 tímana. Einn þeirra segir þá félagana ekki ætla að hætta nema eitthvað klikki, þó sé þunn lína á milli þrjósku og heimsku. Hann óttast mest hvað gerist við gripin á höndunum. Hægt verður að fylgjast með þeim félögum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. 10. mars 2023 18:55