Enski boltinn

Azpilicueta líka á leið frá Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cesar Azpilicueta er á leið til Ítalíu.
Cesar Azpilicueta er á leið til Ítalíu. Vísir/Getty Images

César Azpilicueta, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, er á leið frá félaginu. Hann hefur samið við Inter frá Mílanó á Ítalíu til tveggja ára.

Azpilicueta á enn eitt ár eftir af samningi sínum í Lundúnum en samkvæmt ítalska félagaskiptafíklinum ætlar Chelsea að leyfa þessum 33 ára gamla spænska varnarmanni að fara frítt til Ítalíu.

Fyrirliðinn gekk í raðir Chelsea árið 2012, hefur spilað 508 leiki og unnið allt sem hægt er að vinna. Þar á meðal ensku úrvalsdeildina í tvígang, Meistaradeild Evrópu og HM félagsliða. Eftir að hafa spilað á Spáni, í Frakklandi og Englandi færir Azpilicueta sig nú til Ítalíu.

Azpilicueta er einn margra sem er að yfirgefa Chelsea í sumarglugganum. Þónokkrir leikmenn eru farnir eða eru á leiðinni til Sádi-Arabíu, Kai Havertz er á leið til Arsenal og Mateo Kovačić til Manchester City. Þá er Manchester United að reyna festa kaup á Mason Mount.

Inter endaði í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, nældi í silfur í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vinna bikarinn sem og ofurbikar Ítalíu.


Tengdar fréttir

Chelsea neitar að sleppa Mount til Man United

Chelsea neitaði þriðja tilboði Manchester United í enska miðjumanninn Mason Mount. Á meðan Chelsea virðist til í að selja mann og annan til Sádi-Arabíu þá neitar það að senda Mount til Manchester-borgar.

Er Sádi-Arabía að fjár­magna Chelsea?

Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea.

Ha­vertz svo gott sem genginn í raðir Arsenal

Þýski framherjinn Kai Havertz er svo gott genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Það stefnir því að hann muni leika áfram í Lundúnum á næstu leiktíð. Skytturnar borga rúmlega 65 milljónir punda [rúma 11 milljarða íslenskra króna].

Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×