Erfitt að ná völdum meðan enginn snýst gegn Pútín Vésteinn Örn Pétursson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 24. júní 2023 15:21 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, segir á brattann að sækja fyrir málaliða Wagner. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta öðruvísi svo á en að um valdaránstilraun sé að ræða af hálfu Wagner liða í Rússlandi. Hafa verði í huga að enginn hátt settur samstarfsmaður Pútín hafi enn sem komið er snúist gegn honum og því verði erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum. „Hvort þetta mun leiða til borgarastyrjaldar og valdaskipta eða hvort að sókn málaliðanna einfaldlega fjari út á næstu klukkustundum eða dögum, er mjög erfitt að segja til um,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Eins og fram hefur komið greindi Yevgeny Prigozhin, leiðtogi hópsins, frá því í gær að Rússar hefðu gert árás á herstöð hópsins í suðurhluta Rússlands, þar sem fjöldi málaliða hafi týnt lífi. Prigozhin hét því að gera út af við yfirmenn hersins og aðra sem stæðu í vegi fyrir honum. Eftir ávarp Prigozhin héldu málaliðar Wagner til Rostov borgar í suðurhluta Rússlands, og tóku yfir stjórn borgarinnar. Vladimír Pútin, forseti Rússlands hefur sagt málaliðunum að leggja niður vopn. Þá hét hann því að draga þá sem að henni kæmu til ábyrgðar. Eftir ávarp Pútíns sögðu forsvarsmenn Wagner að forsetinn hefði tekið ranga ákvörðun og að brátt myndu Rússar eignast nýjan forseta. Enginn hátt settur samstarfsmaður Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, hefur enn sem komið er snúist gegn forsetanum. „Á meðan svo er þá verður mjög erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum í Rússlandi,“ segir Baldur. Farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjunum „En ef þeir ná að sækja áfram fram og taka yfir fleiri herstöðvar og borgir, þá náttúrulega horfir einfaldlega fram á borgarastyrjöld í Rússlandi og hvert hún mun leiða er náttúrulega ómögulegt að segja til um. Það er líka athyglisvert að þetta er farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjum Rússlands, sérstaklega Hvíta-Rússlandi en einnig öðrum ríkjum, þannig það er mikill titringur á öllu svæðinu.“ Hann segir nokkuð ljóst að staða innrásar Rússa í Úkraínu sé umtalsvert breytt. Uppreisn Wagner hópsins hafi veikt stöðu Pútíns verulega heima fyrir. „Hvernig sem þetta endar er staða Rússlands og Pútín veikari og staða Úkraínu sterkari. Ég myndi jafnvel gera ráð fyrir því, en það fer eftir því hvernig þróunin verður á næstu klukkutímum og dögum, að þetta muni auðvelda framsókn úkraínska hersins í landinu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
„Hvort þetta mun leiða til borgarastyrjaldar og valdaskipta eða hvort að sókn málaliðanna einfaldlega fjari út á næstu klukkustundum eða dögum, er mjög erfitt að segja til um,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Eins og fram hefur komið greindi Yevgeny Prigozhin, leiðtogi hópsins, frá því í gær að Rússar hefðu gert árás á herstöð hópsins í suðurhluta Rússlands, þar sem fjöldi málaliða hafi týnt lífi. Prigozhin hét því að gera út af við yfirmenn hersins og aðra sem stæðu í vegi fyrir honum. Eftir ávarp Prigozhin héldu málaliðar Wagner til Rostov borgar í suðurhluta Rússlands, og tóku yfir stjórn borgarinnar. Vladimír Pútin, forseti Rússlands hefur sagt málaliðunum að leggja niður vopn. Þá hét hann því að draga þá sem að henni kæmu til ábyrgðar. Eftir ávarp Pútíns sögðu forsvarsmenn Wagner að forsetinn hefði tekið ranga ákvörðun og að brátt myndu Rússar eignast nýjan forseta. Enginn hátt settur samstarfsmaður Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, hefur enn sem komið er snúist gegn forsetanum. „Á meðan svo er þá verður mjög erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum í Rússlandi,“ segir Baldur. Farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjunum „En ef þeir ná að sækja áfram fram og taka yfir fleiri herstöðvar og borgir, þá náttúrulega horfir einfaldlega fram á borgarastyrjöld í Rússlandi og hvert hún mun leiða er náttúrulega ómögulegt að segja til um. Það er líka athyglisvert að þetta er farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjum Rússlands, sérstaklega Hvíta-Rússlandi en einnig öðrum ríkjum, þannig það er mikill titringur á öllu svæðinu.“ Hann segir nokkuð ljóst að staða innrásar Rússa í Úkraínu sé umtalsvert breytt. Uppreisn Wagner hópsins hafi veikt stöðu Pútíns verulega heima fyrir. „Hvernig sem þetta endar er staða Rússlands og Pútín veikari og staða Úkraínu sterkari. Ég myndi jafnvel gera ráð fyrir því, en það fer eftir því hvernig þróunin verður á næstu klukkutímum og dögum, að þetta muni auðvelda framsókn úkraínska hersins í landinu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira