Við ræðum einnig við viðskiptaráðherra, sem segir framgöngu stjórnenda Íslandsbanka, í kjölfar sáttar sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, einkennast af virðingarleysi.
Þá heyrum við frá prófessor í Rússlandsfræðum sem segir að þrátt fyrir að uppreisn Wagner-málaliðahópsins í Rússlandi sé lokið í bili þá sé málinu hvergi nærri lokið. Þá fjöllum við um niðurskurð í heimaþjónustu á Akureyri og fáum að vita hvar besta veitingastað í heimi er að finna.
Þetta og fleira í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni, í beinni útsendingu klukkan 12.