Vilja byggja liðið í kringum unga og hungraða leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2023 23:31 Enzo Fernández er einn þeirra leikmanna sem Chelsea vill byggja í kringum. Robin Jones/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur undanfarnar vikur losað hvern leikmanninn á fætur öðrum. Virðist skipta litlu máli hvert þeir fara og í sumum tilvikum fá þeir jafnvel að fara frítt. Stóra spurningin er af hverju og hvað er Chelsea að pæla? Vísir greindi nýverið frá umræðunni í kringum Sádi-Arabíu og Chelsea en sem stendur virðist það vinsælasti áfangastaður þeirra leikmanna sem félagið vill losna við. Aðrir eru svo á leiðinni til Arsenal, Manchester City og Inter Mílanó. Það er vitað að Chelsea þurfti að losa leikmenn fyrir 30. júní til að lenda ekki í vandræðum með reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslega háttvísi (FFP). Það kom samt sem áður á óvart að sjá félagið losa jafn marga leikmenn og raun ber vitni. Að því sögðu þá virðist ákveðin hugmyndafræði að baki ákvörðun félagsins. Eftir að sjá leikmenn svo gott sem leggja árar í bát á síðustu leiktíð þá var vitað að það þyrfti að taka til og sparka í rassinn á mönnum. Mauricio Pochettino var ráðinn til félagsins í þeirri von um að hann geti lyft félaginu á þann stall sem það vill vera. Pochettino mun stýra Chelsea á næstu leiktíð.David Ramos/Getty Images Eftir að hafa þurft að glíma við þreyttur ofurstjörnur í París þá vill Pochettino fara aftur í þau gildi sem gerðu hann að einum mest spennandi stjóra Evrópu þegar hann var með Southampton og síðar Tottenham Hotspur. Pochettino vill ungan, hungraðan og drifinn leikmannahóp. Þeir leikmenn sem Chelsea er að losa eru að undanskildum Kai Havertz allir nær þrítugu en tvítugu ásamt því að þeir eru allir á himináum launum. Segja má að núverandi hugmyndafræði hafi byrjað í janúar á þessu ári þegar hinn 31 árs gamli Jorginho var seldur til Arsenal. Þeirri hugmyndafræði hefur verið fylgt eftir í sumar með því að selja Mateo Kovačić (29 ára) og leyfa bæði N‘Golo Kante (32 ára) ásamt fyrirliðanum César Azpilicueta (33 ára) að fara frítt. Hakim Ziyech (30 ára), Édouard Mendy (31 árs) og Kalidou Koulibaly (32 ára) eru allir á leið frá félaginu ásamt því að Romelu Lukaku (30 ára) og Pierre-Emerick Aubameyang (34 ára) eiga ekki mikla framtíð fyrir sér. Hvað Havertz – sem er á leið til Arsenal - varðar þá er hann talinn vera með 300 þúsund pund (52 milljónir íslenskra króna) í vikulaun og því til sölu fyrir rétt verð. Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic (24 ára) er einnig á himinháum launum ásamt því að hafa ekki staðið undir væntingum svo hann er sömuleiðis til sölu. Chelsea are doing some good transfer business and should be acknowledged for it.Here's why... @SJohnsonSport https://t.co/brkxkPN559— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 25, 2023 Markmið Chelsea er sum sé að byggja liðið upp á ungum leikmönnum sem vilja enn sanna sig. Í grein The Athletic um málið eru þeir Enzo Fernández og Mykhailo Mudryk nefndir til sögunnar en þó þeir hafi kostað drjúgan skilding eru þeir aðeins með einn þriðja af vikulaunum Havertz. Þetta útskýrir einnig af hverju félagið hefur ekki samþykkt tilboð Manchester United í Mason Mount en sá er aðeins 24 ára gamall og ekki á sama samning og Havertz. Það breytir því ekki að ef Chelsea selur hann ekki í sumar þá getur hann farið frítt næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nkunku orðinn leikmaður Chelsea Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna]. 20. júní 2023 18:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Vísir greindi nýverið frá umræðunni í kringum Sádi-Arabíu og Chelsea en sem stendur virðist það vinsælasti áfangastaður þeirra leikmanna sem félagið vill losna við. Aðrir eru svo á leiðinni til Arsenal, Manchester City og Inter Mílanó. Það er vitað að Chelsea þurfti að losa leikmenn fyrir 30. júní til að lenda ekki í vandræðum með reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslega háttvísi (FFP). Það kom samt sem áður á óvart að sjá félagið losa jafn marga leikmenn og raun ber vitni. Að því sögðu þá virðist ákveðin hugmyndafræði að baki ákvörðun félagsins. Eftir að sjá leikmenn svo gott sem leggja árar í bát á síðustu leiktíð þá var vitað að það þyrfti að taka til og sparka í rassinn á mönnum. Mauricio Pochettino var ráðinn til félagsins í þeirri von um að hann geti lyft félaginu á þann stall sem það vill vera. Pochettino mun stýra Chelsea á næstu leiktíð.David Ramos/Getty Images Eftir að hafa þurft að glíma við þreyttur ofurstjörnur í París þá vill Pochettino fara aftur í þau gildi sem gerðu hann að einum mest spennandi stjóra Evrópu þegar hann var með Southampton og síðar Tottenham Hotspur. Pochettino vill ungan, hungraðan og drifinn leikmannahóp. Þeir leikmenn sem Chelsea er að losa eru að undanskildum Kai Havertz allir nær þrítugu en tvítugu ásamt því að þeir eru allir á himináum launum. Segja má að núverandi hugmyndafræði hafi byrjað í janúar á þessu ári þegar hinn 31 árs gamli Jorginho var seldur til Arsenal. Þeirri hugmyndafræði hefur verið fylgt eftir í sumar með því að selja Mateo Kovačić (29 ára) og leyfa bæði N‘Golo Kante (32 ára) ásamt fyrirliðanum César Azpilicueta (33 ára) að fara frítt. Hakim Ziyech (30 ára), Édouard Mendy (31 árs) og Kalidou Koulibaly (32 ára) eru allir á leið frá félaginu ásamt því að Romelu Lukaku (30 ára) og Pierre-Emerick Aubameyang (34 ára) eiga ekki mikla framtíð fyrir sér. Hvað Havertz – sem er á leið til Arsenal - varðar þá er hann talinn vera með 300 þúsund pund (52 milljónir íslenskra króna) í vikulaun og því til sölu fyrir rétt verð. Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic (24 ára) er einnig á himinháum launum ásamt því að hafa ekki staðið undir væntingum svo hann er sömuleiðis til sölu. Chelsea are doing some good transfer business and should be acknowledged for it.Here's why... @SJohnsonSport https://t.co/brkxkPN559— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 25, 2023 Markmið Chelsea er sum sé að byggja liðið upp á ungum leikmönnum sem vilja enn sanna sig. Í grein The Athletic um málið eru þeir Enzo Fernández og Mykhailo Mudryk nefndir til sögunnar en þó þeir hafi kostað drjúgan skilding eru þeir aðeins með einn þriðja af vikulaunum Havertz. Þetta útskýrir einnig af hverju félagið hefur ekki samþykkt tilboð Manchester United í Mason Mount en sá er aðeins 24 ára gamall og ekki á sama samning og Havertz. Það breytir því ekki að ef Chelsea selur hann ekki í sumar þá getur hann farið frítt næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nkunku orðinn leikmaður Chelsea Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna]. 20. júní 2023 18:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Nkunku orðinn leikmaður Chelsea Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna]. 20. júní 2023 18:30