Enski boltinn

Chelsea samdi við sautján ára leikmann Heimis Hallgríms

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson á bekknum hjá Jamaíka en hann hefur trú á þessum unga strák.
Heimir Hallgrímsson á bekknum hjá Jamaíka en hann hefur trú á þessum unga strák. Getty/Robin Alam

Heimir Hallgrímsson tók hinn unga Dujuan Richards inn í jamaíska landsliðið í vor og nú er strákurinn á leiðinni til enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea.

Hinn sautján ára gamli Richards hefur verið að spila með Phoenix All Star knattspyrnuakademíunni í Kingston á Jamaíka.

Hann mun ganga liðs liðs við Chelsea í október eða nánar til getið 11. október sem er átján ára afmælisdagurinn hans.

Newcastle United hafði einnig áhuga á stráknum sem æfði með félaginu í vetur. Chelsea var aftur á móti á undan að bjóða honum samning.

Richards hefur skorað 31 mark og gefið 9 stoðsendingar í leikjum með Kingston skólanum. Hann hefur raðað inn mörkum í yngri flokkum.

Dujuan fékk að spila sinn fyrsta landsleik hjá Heimi Hallgrímssyni á móti Katar í mars og hefur spilað fjóra landsleiki. Heimir sagði þá að strákurinn væri tilbúinn og hann sér greinilega mikið í þessum efnilega leikmanni. Það gera líka forráðamenn Chelsea.

Richards er í landsliðshópi Heimis í Gullbikarnum þar sem Jamaíka gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×