Íslenski boltinn

Verð­launuðu Fann­dísi sjö­tíu mánuðum eftir hennar síðasta leik með fé­laginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir fékk viðurkenningu frá Blikum í gær en þar spilaði hún frá 2005 til 2017.
Fanndís Friðriksdóttir fékk viðurkenningu frá Blikum í gær en þar spilaði hún frá 2005 til 2017. Vísir/Diego

Fanndís Friðriksdóttir fékk viðurkenningu fyrir stórleik Breiðabliks og Vals í Bestu deild kvenna í gærkvöldi.

Hún var þó ekki mætt sem leikmaður Breiðabliks heldur sem leikmaður erkifjendanna í Val.

Blikar kölluðu þetta réttilega síðbúna viðurkenningu en Breiðablik hefur verið duglegt að verðlauna fyrir tímamót leikmanna á þessari leiktíð.

Fanndís er leikjahæsti leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Blikum en hún spilaði alls 316 mótsleiki fyrir Breiðablik á sínum tíma.

Það er hins vegar orðið mjög langt síðan að Fanndís klæddist Blikabúningnum eða nákvæmlega sjötíu mánuðir og tveir dagar.

Hún lék sinn síðasta leik með Breiðabliki 23. ágúst 2017 en eftir það gekk hún til liðs við franska félagið Marseille.

Fanndís hefur síðan spilað með Val síðan að hún kom aftur heim sumarið 2018.

Fanndís er næstleikjahæst hjá Breiðabliki í efstu deild með 173 leiki en þá er hún þriðja markahæst með 97 mörk í efstu deild í Blikabúningnum. Hún varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×