Innlent

Bein út­sending: Blaða­manna­fundur for­sætis­ráð­herra Norður­landanna og Tru­deau

Atli Ísleifsson skrifar
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada á fréttamannafundinum sem hófst um klukkan 13:20.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada á fréttamannafundinum sem hófst um klukkan 13:20. Vísir/Vilhelm

Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefst í Vestmannaeyjum hefst um klukkan 13:20 í dag.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi en um er að ræða árlegan sumarfund norrænna forsætisráðherra. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er sérstakur gestur fundarins.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 

Dagskráin hófst í gærkvöldi þar sem forsætisráðherrar Íslands, Kanada, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hittust á fundi í Ráðhúsi Vestmannaeyja til að ræða stöðuna í Rússlandi í kjölfar nýjustu atburða.

Þá átti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tvíhliða fund með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem þau ræddu meðal annars um samvinnu og samstarf landanna á sviði stjórnmála, menningar og viðskipta. Forsætisráðherrarnir ræddu sömuleiðis um málefni innflytjenda og flóttafólks, umhverfismál og græna orku. Þá ræddu þau stöðuna í alþjóðamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×