Ekkert lát á sölu fjárfesta úr sjóðum samtímis verðlækkunum á markaði
Fjárfestar héldu áfram að losa um eignir sínar í helstu verðbréfasjóðum í liðnum mánuði, meðal annars þeim sem kaupa í hlutabréfum, samhliða því að gengishrun bréfa Marels tók Úrvalsvísitöluna niður um nærri þrettán prósent. Eftir miklar verðlækkanir á markaði og innlausnir fjárfesta þá hafa eignir hlutabréfasjóða ekki verið lægri í meira en tvö ár.
Tengdar fréttir
Fjárfestar efast um að rekstur Marels batni jafn hratt og stjórnendur áætla
Hlutabréfaverð Marels hefur haldið áfram að lækka eftir uppgjör fyrsta ársfjórðungs sem olli vonbrigðum. Lækkunin er umtalsvert meiri en lækkun markaðarins í heild en fjárfestar efast um að rekstur félagsins muni snúast jafn hratt við og stjórnendur Marels vænta. „Það er augljóslega verið að skortselja bréfin,“ segir viðmælandi Innherja.
Alvotech og Marel halda markaðnum niðri en hækkanir víða erlendis
Erfiðleikar hjá tveimur stærstu félögunum í Kauphöllinni, Alvotech og Marel, hafa vegið þungt í þeim verðlækkunum sem hafa orðið á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá áramótum á sama tíma og flestar erlendar hlutabréfavísitölur hafa hækkað myndarlega. Á meðan Seðlabanka Íslands hefur ekki tekist að ná böndum á háum verðbólguvæntingum eru merki um hagfelldari verðbólguþróun beggja vegna Atlantshafsins. Það hefur ýtt undir væntingar um meiri slaka í peningastefnu stærstu seðlabanka heims og stuðlað að hækkun á heimsvísitölu hlutabréfa, að sögn sjóðstjóra.