Fótbolti

Buducnost í úrslit forkeppninnar eftir öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Buducnost Podgorica mætir Breiðablik eða Tre Penne í úrslitaleik um sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.
Buducnost Podgorica mætir Breiðablik eða Tre Penne í úrslitaleik um sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Filip Filipovic/MB Media/Getty Images

Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi vann öruggan 3-0 sigur er liðið mætti Atletic Club Escaldes frá Andorra er liðin mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kóavogsvelli í dag.

Buducnost og Atletic taka þátt í sérstakri forkeppni fyrir lið úr fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu um eitt laust sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Tre Penne frá San Marínó og Breiðablik eru hin tvö liðin sem taka þátt og þau mætast á Kópavogsvelli í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld.

Það var nokkuð ljóst strax frá byrjun að Svartfellingarnir voru sterkari aðilinn og Balsa Sekulic kom Buducnost í forystu strax á 14. mínútu leiksins áður en Miomir Djurickovic tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar.

Svartfellingarnir viruts svo hafa bætt þriðja markinu við snemma í síðari hálfleik þegar Petar Grbic kom boltanum í netið, en VAR-kerfið á Kópavogsvelli vann sína vinnu vel og markið dæmt af vegna rangstöðu.

Balsa Sekulic skoraði hins vegar þriðja mark Buducnost og annað mark sitt á 61. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan varð 3-0 sigur Svartfellingana sem eru því á leið í úrslit forkeppninnar. Liðið mætir þar annað hvort Breiðablik eða Tre Penne, en þau mætast klukkan 19:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×