Skora á kaupandann að hætta við kaupin Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 11:40 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Sigurjón Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. „Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður. Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
„Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður.
Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05