Sport

Í lífs­háska þegar kviknaði í bílnum á hrað­brautinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Leonard Fournette er án samnings en hefur verið á mála hjá Tampa Bay Buccaneers síðustu þrjú tímabilin.
Leonard Fournette er án samnings en hefur verið á mála hjá Tampa Bay Buccaneers síðustu þrjú tímabilin. Vísir/Getty

NFL-stjarnan Leonard Fournette komst í hann krappann á dögunum þegar hann ók bíl sínum á hraðbraut í Tampa. Hann þakkar guði fyrir að ekki fór verr.

Leonard Fournette hefur verið leikmaður í NFL-deildinni síðan hann var valinn í fjórða valrétti í nýliðavalinu af Jacksonville Jaguars árið 2017. Hann skipti yfir til Tampa Bay Buccaneers árið 2020 og vann meðal annars Super Bowl ásamt goðsögninni Tom Brady tímabilið 2020-21.

Á dögunum lenti Fournette hins vegar í lífsháska. Hann var þá að keyra bíl sinn eftir I-275 hraðbrautinni í Tampa þegar skyndilega kviknaði í bílnum.

Fournette slapp ómeiddur úr bílnum og slökkviliðið náði að slökkva eldinn en bíllinn er þó gjörónýtur.

„Þetta var bara svona dagur í dag. Ég þakka Guði, bílinn byrjaði að brenna á meðan ég keyrði. Mér finnst ég blessaður,“ skrifaði Fournette ennfremur.

Á Instagramsíðu sinni deilir hann myndbandi þar sem sjá má margmilljón króna bílinn gjörónýtan. Fjölmargir NFL-leikmenn skrifa athugasemdir við myndbandið og senda Fournette kveðju.

Leonard Fournette heufr verið leikmaður Tampa Bay Buccaneers síðustu þrjú tímabilin en er nú án samnings.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×