Fyrsti sigur Heimis með Jamaíka í höfn og hann var af glæsilegri gerðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 07:30 Heimir Hallgrimsson stýrði Jamaíka til sigurs í nótt og með því er liðið í lykilstöðu að komast í átta liða úrslitin. Getty/Elsa Heimir Hallgrímsson stýrði landsliði Jamaíka til sigurs í fyrsta sinn í nótt þegar liðið vann frábæran 4-1 sigur á Trínidad og Tóbagó í Gullbikarnum sem fer fram í Bandaríkjunum. Heimir var að stýra liðinu í níunda sinn en hafði ekki náð að landa sigri í fyrstu átta leikjunum þar sem liðið gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Full-time @jff_football gets its first victory in #GoldCup 2023! pic.twitter.com/Z7h2LnCImW— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Demarai Gray skoraði tvívegis og hin mörkin skoruðu Leon Bailey og Dujuan Richards. Richards er aðeins sauján ára en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok og skoraði fjórða markið í uppbótatíma sem jafnframt var hans fyrsta landsliðsmark. Demarai Gray er 27 ára leikmaður Everton, Chelsea er nýbúið að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Dujuan Richards en Leon Bailey er 25 ára leikmaður Aston Villa. Jamaísku strákarnir höfðu gert 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik en Trínidad vann þá sinn leik. Sigurinn í nótt þýðir að Jamaíka er í lykilstöðu til að komast áfram í átta liða úrslitin. Jamaíka byrjaði frábærlega en þeir Demarai Gray og Leon Bailey komu liðnuu í 2-0 með mörkum á 14. og 17. mínútu og Gray bætti síða við þriðja markinu á 29. mínútu. Þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og úrslitin svo gott sem ráðin. Trínidad og Tóbagó minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og þannig var staðan þar til í blálokin þegar táningurinn innsiglaði sigurinn. Þetta var frábær leikur hjá Jamaíka en liðið var meira með boltann (53%) og átti þrettán skot gegn aðeins þremur hjá mótherjunum. Heimir tók við liðinu í september í fyrra og hafði mætt Trínidad og Tóbagó tvisvar sinnum. Jamaíska liðið skoraði ekki í þessum tveimur leikjum sem enduðu með 0-0 jafntefli og 0-1 tapi. Demarai Gray's first goal for @jff_football in multiple angles! #GoldCup pic.twitter.com/LuFr8VIgRS— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Heimir var að stýra liðinu í níunda sinn en hafði ekki náð að landa sigri í fyrstu átta leikjunum þar sem liðið gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Full-time @jff_football gets its first victory in #GoldCup 2023! pic.twitter.com/Z7h2LnCImW— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Demarai Gray skoraði tvívegis og hin mörkin skoruðu Leon Bailey og Dujuan Richards. Richards er aðeins sauján ára en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok og skoraði fjórða markið í uppbótatíma sem jafnframt var hans fyrsta landsliðsmark. Demarai Gray er 27 ára leikmaður Everton, Chelsea er nýbúið að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Dujuan Richards en Leon Bailey er 25 ára leikmaður Aston Villa. Jamaísku strákarnir höfðu gert 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik en Trínidad vann þá sinn leik. Sigurinn í nótt þýðir að Jamaíka er í lykilstöðu til að komast áfram í átta liða úrslitin. Jamaíka byrjaði frábærlega en þeir Demarai Gray og Leon Bailey komu liðnuu í 2-0 með mörkum á 14. og 17. mínútu og Gray bætti síða við þriðja markinu á 29. mínútu. Þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og úrslitin svo gott sem ráðin. Trínidad og Tóbagó minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og þannig var staðan þar til í blálokin þegar táningurinn innsiglaði sigurinn. Þetta var frábær leikur hjá Jamaíka en liðið var meira með boltann (53%) og átti þrettán skot gegn aðeins þremur hjá mótherjunum. Heimir tók við liðinu í september í fyrra og hafði mætt Trínidad og Tóbagó tvisvar sinnum. Jamaíska liðið skoraði ekki í þessum tveimur leikjum sem enduðu með 0-0 jafntefli og 0-1 tapi. Demarai Gray's first goal for @jff_football in multiple angles! #GoldCup pic.twitter.com/LuFr8VIgRS— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira