Erlent

Óeirðir í Frakklandi aðra nóttina í röð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ungir mótmælendur í átökum við lögregu. Innanríkisráðherrann Gerald Darmanin segir að aukalið verði kallað út til að viðhalda lögum og reglu.
Ungir mótmælendur í átökum við lögregu. Innanríkisráðherrann Gerald Darmanin segir að aukalið verði kallað út til að viðhalda lögum og reglu. AP Photo/Christophe Ena

Að minnsta kosti 150 voru handteknir í nótt eftir mótmæli almennings aðra nóttina í röð í Frakklandi eftir að lögregla skaut sautján ára gamlan ökumann til bana sem hafði ekki sinnt stöðvunamerkjum.

Unglingurinn var skotinn af stuttu færi og lést samstundis. Atburðurinn átti sér stað í Nanterre úthverfinu í París og þar var kveikt í bílum og ruslagámum og beitti lögreglan táragasi gegn mótmælendum. Í úthverfi Lille borgar var brotist inn í ráðhús bæjarins og eldur borinn að því.

Innanríkisráðherra Frakka segir atburði næturinnar óþolandi ofbeldisöldu sem beinist að lýðræðinu í landinu en mótmælendur eru æfir yfir atvikinu og saka lögregluna um kaldrifjað morð. Unglingurinn, sem kallaður hefur verið Nael M, er af alsírskum uppruna og mannréttindasamtök í Frakklandi segja að nær allir sem lögregla hefur drepið við svipaðar aðstæður frá árinu 2017 hafi verið svartir eða arabar.

Macron Fraklandsforseti boðaði til neyðarfundar í ríkisstjórninni í morgun vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×