Útburði fjölskyldunnar frestað þar til í ágúst Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. júní 2023 10:13 Jakubs Polkowski á heimili sínu í Keflavík. Til stóð að hann ásamt fjölskyldu sinni yrðu borin út á morgun en því hefur nú verið frestað um rúman mánuð. Stöð 2 Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. „Ég var að fá þetta í hendurnar fyrir tveimur mínútum síðan en þessi póstur var sendur til okkar í gærkvöldi. Ég get það staðfest að það sé búið að fresta útburði til fyrstu vikunnar í ágúst,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði hefur verið mikið í umræðunni síðasta sólarhringinn. Ákvörðun tekin í samráði við nýjan eiganda hússins Hús Jakobs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, var selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir eftir að engin gjöld eða tryggingar höfðu verið greidd og skuldir safnast upp. Útgerðarmaður úr Sandgerði keypti húsið á þrjár milljónir og í gær var greint frá því að hann hyggðist ekki hætta við kaupin, þrátt fyrir umræðuna. „Bara gleði“ Friðjón segir að ákvörðunin um frestun útburðarins hafi verið tekin í samráði við nýjan eiganda hússins, útgerðarmanninn. Þetta séu mjög jákvæðar fréttir. „Við vorum búin að finna húsnæði en það er bara sett á hold þar til það er búið að vinna meira úr þessu máli varðandi fjölskylduna. Nú vinnst betri tími til að vinna í málinu. Nú hafa þau heilan mánuð í viðbót og kannski gerast góðir hlutir á þeim tíma.“ Friðjón segir að búið sé að tilkynna fjölskyldunni tíðindin. Hvernig voru þeirra viðbrögð? „Bara gleði, bara gleði.“ Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
„Ég var að fá þetta í hendurnar fyrir tveimur mínútum síðan en þessi póstur var sendur til okkar í gærkvöldi. Ég get það staðfest að það sé búið að fresta útburði til fyrstu vikunnar í ágúst,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði hefur verið mikið í umræðunni síðasta sólarhringinn. Ákvörðun tekin í samráði við nýjan eiganda hússins Hús Jakobs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, var selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir eftir að engin gjöld eða tryggingar höfðu verið greidd og skuldir safnast upp. Útgerðarmaður úr Sandgerði keypti húsið á þrjár milljónir og í gær var greint frá því að hann hyggðist ekki hætta við kaupin, þrátt fyrir umræðuna. „Bara gleði“ Friðjón segir að ákvörðunin um frestun útburðarins hafi verið tekin í samráði við nýjan eiganda hússins, útgerðarmanninn. Þetta séu mjög jákvæðar fréttir. „Við vorum búin að finna húsnæði en það er bara sett á hold þar til það er búið að vinna meira úr þessu máli varðandi fjölskylduna. Nú vinnst betri tími til að vinna í málinu. Nú hafa þau heilan mánuð í viðbót og kannski gerast góðir hlutir á þeim tíma.“ Friðjón segir að búið sé að tilkynna fjölskyldunni tíðindin. Hvernig voru þeirra viðbrögð? „Bara gleði, bara gleði.“
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03