Maðurinn muni ekki koma nálægt reiðskólanum framar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júní 2023 13:01 Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, mun ekki koma nálægt starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur lengur. Hann var aldrei starfsmaður skólans en aðstoðaði við umhirðu hrossa eftir hádegi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiðskóla Reykjavíkur. Halla Ingibjörg Leonhardsdóttir, móðir hinnar níu ára gömlu stúlku sagði í samtali við Vísi í gær að hún myndi ekki láta málið kyrrt liggja. Sagði hún starfsmenn skólans hafa komið af fjöllum í gær og tjáð vinkonu hennar að móðir mannsins hefði hvorki látið vita af meintum brotum mannsins í Reykjadal síðasta sumar né að málið væri á ákærusviði. Hafi aldrei verið einn með nemendum Í tilkynningu reiðskólans segir að forsvarsmenn hans hafi fengið upplýsingar um að maðurinn hefði verið sakaður um kynferðisbrot. Hann hefði aldrei verið starfsmaður hjá skólanum heldur fyrir greiðasemi fengið að aðstoða í hesthúsunum eftir hádegi. „Á þeim tíma var hann aldrei að hjálpa til við reiðnámskeiðin, né var hann einn með nemendum eða eftirlitslaus í húsunum vegna fötlunar sinnar.“ Segir í tilkynningunni að upplýsingar um að maðurinn lægi undir grun um kynferðisbrot hafi komið þeim fullkomlega í opna skjöldu. Brugðist hafi verið við samdægurs og því muni maðurinn ekki koma nálægt reiðskólanum framar né aðstoða í hesthúsum reiðskólans. Foreldrum nemenda sem eru á reiðnámskeiði hafi verið látnir vita af málinu. „Við hörmum að þessar aðstæður hafi komið upp og höfum þegar brugðist við til að tryggja öryggi barnanna, sem er aðalatriðið í okkar augum. Við munum tilkynna Barnavernd Reykjavíkur og lögreglunni um málið.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiðskóla Reykjavíkur. Halla Ingibjörg Leonhardsdóttir, móðir hinnar níu ára gömlu stúlku sagði í samtali við Vísi í gær að hún myndi ekki láta málið kyrrt liggja. Sagði hún starfsmenn skólans hafa komið af fjöllum í gær og tjáð vinkonu hennar að móðir mannsins hefði hvorki látið vita af meintum brotum mannsins í Reykjadal síðasta sumar né að málið væri á ákærusviði. Hafi aldrei verið einn með nemendum Í tilkynningu reiðskólans segir að forsvarsmenn hans hafi fengið upplýsingar um að maðurinn hefði verið sakaður um kynferðisbrot. Hann hefði aldrei verið starfsmaður hjá skólanum heldur fyrir greiðasemi fengið að aðstoða í hesthúsunum eftir hádegi. „Á þeim tíma var hann aldrei að hjálpa til við reiðnámskeiðin, né var hann einn með nemendum eða eftirlitslaus í húsunum vegna fötlunar sinnar.“ Segir í tilkynningunni að upplýsingar um að maðurinn lægi undir grun um kynferðisbrot hafi komið þeim fullkomlega í opna skjöldu. Brugðist hafi verið við samdægurs og því muni maðurinn ekki koma nálægt reiðskólanum framar né aðstoða í hesthúsum reiðskólans. Foreldrum nemenda sem eru á reiðnámskeiði hafi verið látnir vita af málinu. „Við hörmum að þessar aðstæður hafi komið upp og höfum þegar brugðist við til að tryggja öryggi barnanna, sem er aðalatriðið í okkar augum. Við munum tilkynna Barnavernd Reykjavíkur og lögreglunni um málið.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira