Lífið

Ein fegursta kona landsins á lausu

Íris Hauksdóttir skrifar
Manuela Ósk er án efa ein eftirsóttasta einhleypa kona landsins um þessar mundir
Manuela Ósk er án efa ein eftirsóttasta einhleypa kona landsins um þessar mundir

Manuela Ósk Harðardóttir fegurðardrottning og framkvæmdarstýra er gengin í hóp eftirsóttustu einhleypra kvenna landsins. 

Manuela gerði sem þekkt er garðinn fyrst frægan árið 2002 þegar hún bar sigur úr býtum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland. Síðan þá hefur hún fengist við fjölbreytt störf en er eflaust þekktust fyrir frumkvöðlastarf sitt sem framkvæmdarstýra fegurðarsamkeppninnar Miss Universe Iceland síðastliðin ár. 

Manuela er hasarkroppur og í toppformi

Manuela lærði fatahönnun við Listaháskóla Íslands ásamt því að stunda nám við Hússtjórnarskólann við Reykjavík en þaðan fluttist hún til Los Angeles í frekara nám. Hún stofnaði síðar fyrirtækið Even labs en seldi hlut sinn í fyrirtækinu þegar hún gerðist vörumerkjastjóri hjá snyrtivöruversluninni Beautybox þar sem hún starfar í dag. 

Piparsveinar landsins geta sett sig í stellingar og reimað á sig vonbiðlaskóna. 


Tengdar fréttir

Laglegar á lausu

Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×