„Bjóðum velkominn einn frægasta leikmanninn í sögu Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2023 14:30 Robbie Fowler fagnar marki með Liverpool en með honum er Ian Rush. Getty/Mark Leech Robbie Fowler er kominn með nýtt starf en hann réði sig í gær sem þjálfari Al Qadisiyah í Sádí-Arabíu. Fowler er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool og er enn eitt fræga nafnið í fótboltaheiminum sem skipir yfir í sádí-arabísku deildina. „Robbie Fowler. Bjóðum velkominn einn frægasta leikmanninn í sögu Liverpool sem nýjan þjálfara Qadisiyah,“ sagði á Twitter síðu félagsins. Former Liverpool striker Robbie Fowler has been announced as the new head coach of Saudi Arabian side Al Qadisiyah FC.https://t.co/sjDOv4h1aJ— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 29, 2023 Fowler skoraði 183 mörk fyrir Liverpool en hann spilaði einnig fyrir bæði Leeds United og Manchester City. Hann byrjaði þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari hjá Muangthong United í Tælandi 2011-12 en hefur einnig þjálfað í Ástralíu og á Indlandi. Hann hafði ekki fengið starf síðan að hann hætti með indverska félagið East Bengal árið 2021. Al Qadisiyah sagði ekki frá því hvað samningurinn er langur en Olíurisinn Saudi Aramco er að taka yfir félagið og því ætti að vera nóg af peningum í reksturinn. Síðan að Cristiano Ronaldo kom til Sádí-Arabíu hafa margir leikmenn fylgt í kjölfarið en í sumar hafa bæst við menn eins og Karim Benzema, N'Golo Kanté, Rúben Neves, Kalidou Koulibaly og Édouard Mendy. Fowler þarf þó ekki að hafa áhyggjur af þeim í bili því fyrsta verkefni hans er að koma Al Qadisiyah upp í efstu deild. BREAKING: Liverpool legend Robbie Fowler has become the new manager of Saudi Arabian second-tier side Al-Qadsiah pic.twitter.com/0O1jrKn0qd— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 29, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Fowler er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool og er enn eitt fræga nafnið í fótboltaheiminum sem skipir yfir í sádí-arabísku deildina. „Robbie Fowler. Bjóðum velkominn einn frægasta leikmanninn í sögu Liverpool sem nýjan þjálfara Qadisiyah,“ sagði á Twitter síðu félagsins. Former Liverpool striker Robbie Fowler has been announced as the new head coach of Saudi Arabian side Al Qadisiyah FC.https://t.co/sjDOv4h1aJ— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 29, 2023 Fowler skoraði 183 mörk fyrir Liverpool en hann spilaði einnig fyrir bæði Leeds United og Manchester City. Hann byrjaði þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari hjá Muangthong United í Tælandi 2011-12 en hefur einnig þjálfað í Ástralíu og á Indlandi. Hann hafði ekki fengið starf síðan að hann hætti með indverska félagið East Bengal árið 2021. Al Qadisiyah sagði ekki frá því hvað samningurinn er langur en Olíurisinn Saudi Aramco er að taka yfir félagið og því ætti að vera nóg af peningum í reksturinn. Síðan að Cristiano Ronaldo kom til Sádí-Arabíu hafa margir leikmenn fylgt í kjölfarið en í sumar hafa bæst við menn eins og Karim Benzema, N'Golo Kanté, Rúben Neves, Kalidou Koulibaly og Édouard Mendy. Fowler þarf þó ekki að hafa áhyggjur af þeim í bili því fyrsta verkefni hans er að koma Al Qadisiyah upp í efstu deild. BREAKING: Liverpool legend Robbie Fowler has become the new manager of Saudi Arabian second-tier side Al-Qadsiah pic.twitter.com/0O1jrKn0qd— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 29, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira