Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 18:59 Ásmundur Tryggvason keypti rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar ellefu milljónir í útboðinu og hafði einnig samband við regluvörð til að liðka fyrir kaupum starfsmanna. Hann hefur nú stigið til hliðar. Aðsent Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka frá því í kvöld. Ásmundur Tryggvason hefur gegnt stöðunni frá árinu 2019. Það hefur verið mikil ólga í kringum Íslandsbanka undanfarið í kjölfar skýrslu Fjármálaeftirlitsins um bankasöluna sem sýndi að bankinn hefði framið alvarleg brot við söluna. Í skýrslunni kom fram að Ásmundur hefði sett sig í samband við regluvörð Íslandsbanka til að liðka fyrir kaupum starfsmanna bankans í útboðinu en sjálfur keypti hann rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar ellefu milljónir. Þess ber einnig að geta að hann er eiginmaður Önnu Lísu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Vinstri grænna. Fylgir í fótspor Birnu Birna Einarsdóttir, bankastjóri, sagði upp störfum í vikunni og var Jón Guðni Ómarsson ráðinn í hennar stað. Nú er Ásmundur líka hættur og hefur Kristín Hrönn Guðmundsdóttir verið ráðin í staðinn. Í tilkynningu Íslandsbanka segir að Kristín Hrönn sé með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, stjórnendagráðu frá IESE Business School í Barcelona og hafi lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún hafi yfir tuttugu ára reynslu sem stjórnandi á fjármálamörkuðum. Hún stýrði teymi verslunar og þjónustu meðal stærri fyrirtækja á árunum 2013-2019 og hefur síðan þá verið forstöðumaður Fjármála, reksturs og stefnumótunar á sviðinu auk þess að sitja í lánanefndum, efnahagsnefnd og fjárfestingarráði bankans. „Um leið og við þökkum Ásmundi fyrir hans störf bjóðum við Kristínu Hrönn velkomna í framkvæmdastjórn. Hún hefur víðtæka reynslu sem á eftir að nýtast vel í störfum hennar fyrir bankann,“ sagði Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Salan á Íslandsbanka Vistaskipti Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. 28. júní 2023 17:15 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka frá því í kvöld. Ásmundur Tryggvason hefur gegnt stöðunni frá árinu 2019. Það hefur verið mikil ólga í kringum Íslandsbanka undanfarið í kjölfar skýrslu Fjármálaeftirlitsins um bankasöluna sem sýndi að bankinn hefði framið alvarleg brot við söluna. Í skýrslunni kom fram að Ásmundur hefði sett sig í samband við regluvörð Íslandsbanka til að liðka fyrir kaupum starfsmanna bankans í útboðinu en sjálfur keypti hann rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar ellefu milljónir. Þess ber einnig að geta að hann er eiginmaður Önnu Lísu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Vinstri grænna. Fylgir í fótspor Birnu Birna Einarsdóttir, bankastjóri, sagði upp störfum í vikunni og var Jón Guðni Ómarsson ráðinn í hennar stað. Nú er Ásmundur líka hættur og hefur Kristín Hrönn Guðmundsdóttir verið ráðin í staðinn. Í tilkynningu Íslandsbanka segir að Kristín Hrönn sé með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, stjórnendagráðu frá IESE Business School í Barcelona og hafi lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún hafi yfir tuttugu ára reynslu sem stjórnandi á fjármálamörkuðum. Hún stýrði teymi verslunar og þjónustu meðal stærri fyrirtækja á árunum 2013-2019 og hefur síðan þá verið forstöðumaður Fjármála, reksturs og stefnumótunar á sviðinu auk þess að sitja í lánanefndum, efnahagsnefnd og fjárfestingarráði bankans. „Um leið og við þökkum Ásmundi fyrir hans störf bjóðum við Kristínu Hrönn velkomna í framkvæmdastjórn. Hún hefur víðtæka reynslu sem á eftir að nýtast vel í störfum hennar fyrir bankann,“ sagði Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.
Salan á Íslandsbanka Vistaskipti Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. 28. júní 2023 17:15 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. 28. júní 2023 17:15
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18