Musk takmarkar tíst á Twitter Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 21:16 Musk er sagður hafa sagt upp öllum starfsmönnum Twitter sem unnið hafa gegn falsfréttum og upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlinum. Getty/Selim Korkutata Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. Eigandi Twitter, Elon Musk, greindi frá þessum fréttum í tísti fyrr í kvöld. Þar sagði að notendur sem hafa ekki greitt fyrir aðgang sinn geti aðeins skoðað 600 tíst á dag. Nýstofnaðir aðgangar geta skoðað enn færri tíst, eða 300. Hins vegar geta þeir sem hafa greitt fyrir „verified“ aðgang með bláu haki skoðað allt að sex þúsund tíst á dag. Musk sagði tímabundnar takmarkanirnar vera lið í því að eiga við gríðarlegt magn gagnaskröpunar (e. data scraping) og kerfismisnotkunar. Samfélagsmiðillinn glímdi við gríðarlegan gagnastuld sem þýddi að virkni forritsins versnaði fyrir hefðbundna notendur. Rate limits increasing soon to 8000 for verified, 800 for unverified & 400 for new unverified https://t.co/fuRcJLifTn— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2023 Síðar meir hækkaði hann takmarkið fyrir alla hópana þrjá í átta þúsund tíst fyrir „verified“ aðganga, 800 tíst fyrir ókeypis aðganga og 400 fyrir nýstofnaða ókeypis aðganga. Ekki hefur enn komið í ljós hve lengi takmarkanirnar munu gilda. Fljótlega eftir fréttirnar af takmörkununum hófu notendur að tísta „RIPTwitter“ og „GoodbyeTwitter“ til marks um að endalok samfélagsmiðilsins væru yfirvofandi. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter gefur eftir og hleypir fulltrúum ESB í höfuðstöðvarnar Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa samþykkt að fara að nýrri löggjöf Evrópusambandsins sem skikkar fyrirtækin til að grípa til ýmissa ráðstafana til að sporna við falsfréttum, áróðri og glæpastarfsemi á miðlunum. 23. júní 2023 13:06 Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. 12. apríl 2023 14:38 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Eigandi Twitter, Elon Musk, greindi frá þessum fréttum í tísti fyrr í kvöld. Þar sagði að notendur sem hafa ekki greitt fyrir aðgang sinn geti aðeins skoðað 600 tíst á dag. Nýstofnaðir aðgangar geta skoðað enn færri tíst, eða 300. Hins vegar geta þeir sem hafa greitt fyrir „verified“ aðgang með bláu haki skoðað allt að sex þúsund tíst á dag. Musk sagði tímabundnar takmarkanirnar vera lið í því að eiga við gríðarlegt magn gagnaskröpunar (e. data scraping) og kerfismisnotkunar. Samfélagsmiðillinn glímdi við gríðarlegan gagnastuld sem þýddi að virkni forritsins versnaði fyrir hefðbundna notendur. Rate limits increasing soon to 8000 for verified, 800 for unverified & 400 for new unverified https://t.co/fuRcJLifTn— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2023 Síðar meir hækkaði hann takmarkið fyrir alla hópana þrjá í átta þúsund tíst fyrir „verified“ aðganga, 800 tíst fyrir ókeypis aðganga og 400 fyrir nýstofnaða ókeypis aðganga. Ekki hefur enn komið í ljós hve lengi takmarkanirnar munu gilda. Fljótlega eftir fréttirnar af takmörkununum hófu notendur að tísta „RIPTwitter“ og „GoodbyeTwitter“ til marks um að endalok samfélagsmiðilsins væru yfirvofandi.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter gefur eftir og hleypir fulltrúum ESB í höfuðstöðvarnar Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa samþykkt að fara að nýrri löggjöf Evrópusambandsins sem skikkar fyrirtækin til að grípa til ýmissa ráðstafana til að sporna við falsfréttum, áróðri og glæpastarfsemi á miðlunum. 23. júní 2023 13:06 Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. 12. apríl 2023 14:38 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Twitter gefur eftir og hleypir fulltrúum ESB í höfuðstöðvarnar Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa samþykkt að fara að nýrri löggjöf Evrópusambandsins sem skikkar fyrirtækin til að grípa til ýmissa ráðstafana til að sporna við falsfréttum, áróðri og glæpastarfsemi á miðlunum. 23. júní 2023 13:06
Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. 12. apríl 2023 14:38