Hlutum gefið framhaldslíf í garðsölu í Hlíðunum Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. júlí 2023 20:55 Marjatta Ísberg selur einband sem hún litar úr hinum ýmsu jurtum sem hún finnur í nágrenninu. Vísir/Dúi Íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík nýttu veðurblíðuna og gáfu notuðum hlutum framhaldslíf á hverfismarkaði þar sem kenndi ýmissa grasa. Skipuleggjandinn vonast til að viðburðurinn verði haldinn árlega hér eftir. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlíðarbúar halda viðburðinn og segir skipuleggjandi garðsölunnar íbúa hafa tekið vel í hugmyndina. „Mér datt þetta í hug núna í vor, því mig vantaði að losa mig aðeins við draslið hjá mér, að athuga hvort það væri stemming fyrir því að hafa sameiginlegan garðsöludag hérna í Hlíðunum. Það voru rosa góðar undirtektir þannig við kýldum á þetta,“ sagði Anna Helga Guðmundsdóttir, skipuleggjandi markaðarins. Vonir standi til að viðburðurinn verði árlegur en íbúar í hverfinu gátu svo sannarlega gert góð kaup í dag. Salan fjármagni GoKart eða utanlandsferð Það kenndi svo sannarlega ýmissa grasa á garsölunni hjá hinum tíu ára Hannesi Tryggva Hilmarssyni og var hann bjartsýnn á að losna við allt dótið, með einum eða öðrum hætti. Hann ætlaði að nýta peninginn sem safnaðist í GoKart eða í utanlandsferð á óþekktar slóðir. Hannes var vongóður um að allt dótið færi í dag hvort sem það yrði selt eða gefið.Vísir/Dúi „Við erum að selja föt á fimmtíu prósent afslætti, dót, spjöld og alls konar,“ sagði Hannes. Fyrir hverju ertu að safna? „Við erum að safna fyrir gokart eða ferðalagi,“ sagði hann. Og hvert langar þig að fara? „Ég er ekki viss,“ sagði hann þá. „Við erum eiginlega meira að gefa en að selja,“ sagði Hannes að lokum, bjartsýnn um að losna við sem flest dót á garðsölunni. Litar með avókadóhýðum, njóla og öðru illgresi Hin finnska Marjatta Ísberg, sem hefur búið meirihluta ævi sinnar hér á landi, var með heldur forvitnilegar vörur til sölu. „Ég er að selja einband og svo lita ég það með íslenskum jurtum sem ég tíni hér í nágrenninu,“ sagði Marjatta í samtali við fréttastofu. „Ég nota aðallega jurtir sem eru hér úti um allt og helst eins og illgresi,“ sagði hún en þar á meðal voru bönd lituð með njólablöðum, súrufræjum, grenikönglum og avókadóhýðum af því fjölskylda hennar borðaði svo mikið af avókadó. Marjatta litar einband með alls konar skemmtilegum jurtum og selur það.Vísir/Dúi Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Hlíðarbúar halda viðburðinn og segir skipuleggjandi garðsölunnar íbúa hafa tekið vel í hugmyndina. „Mér datt þetta í hug núna í vor, því mig vantaði að losa mig aðeins við draslið hjá mér, að athuga hvort það væri stemming fyrir því að hafa sameiginlegan garðsöludag hérna í Hlíðunum. Það voru rosa góðar undirtektir þannig við kýldum á þetta,“ sagði Anna Helga Guðmundsdóttir, skipuleggjandi markaðarins. Vonir standi til að viðburðurinn verði árlegur en íbúar í hverfinu gátu svo sannarlega gert góð kaup í dag. Salan fjármagni GoKart eða utanlandsferð Það kenndi svo sannarlega ýmissa grasa á garsölunni hjá hinum tíu ára Hannesi Tryggva Hilmarssyni og var hann bjartsýnn á að losna við allt dótið, með einum eða öðrum hætti. Hann ætlaði að nýta peninginn sem safnaðist í GoKart eða í utanlandsferð á óþekktar slóðir. Hannes var vongóður um að allt dótið færi í dag hvort sem það yrði selt eða gefið.Vísir/Dúi „Við erum að selja föt á fimmtíu prósent afslætti, dót, spjöld og alls konar,“ sagði Hannes. Fyrir hverju ertu að safna? „Við erum að safna fyrir gokart eða ferðalagi,“ sagði hann. Og hvert langar þig að fara? „Ég er ekki viss,“ sagði hann þá. „Við erum eiginlega meira að gefa en að selja,“ sagði Hannes að lokum, bjartsýnn um að losna við sem flest dót á garðsölunni. Litar með avókadóhýðum, njóla og öðru illgresi Hin finnska Marjatta Ísberg, sem hefur búið meirihluta ævi sinnar hér á landi, var með heldur forvitnilegar vörur til sölu. „Ég er að selja einband og svo lita ég það með íslenskum jurtum sem ég tíni hér í nágrenninu,“ sagði Marjatta í samtali við fréttastofu. „Ég nota aðallega jurtir sem eru hér úti um allt og helst eins og illgresi,“ sagði hún en þar á meðal voru bönd lituð með njólablöðum, súrufræjum, grenikönglum og avókadóhýðum af því fjölskylda hennar borðaði svo mikið af avókadó. Marjatta litar einband með alls konar skemmtilegum jurtum og selur það.Vísir/Dúi
Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira