Messi og félag unnu Frakkland í vítakeppni í úrslitaleiknum en þessi stórkostlegi leikmaður var með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í sjö leikjum liðsins á mótinu. Hann var kosinn besti leikmaður keppninnar og tók við bikarnum í mótslok.
Street artist #Cobre works on a record breaking 75 meter tall mural of Argentina football player #LionelMessi with the #WorldCup Trophy in #SantaFe, #Argentina. : Leandro Vallerino #GettySport #Messi #WC #Football pic.twitter.com/uHIMDVzKJV
— Getty Images Sport (@GettySport) June 29, 2023
Argentínumenn hafa keppst við að heiðra og fagna Messi og félögum hans í argentínska landsliðið, þyrlur þurftu að bjarga leikmönnum úr sigurskrúðgöngunni vegna fólksfjölda og það var slegist um miðana þegar liðið spilaði sína fyrstu heimaleiki eftir heimsmeistaratitilinn.
Nú hefur argentínskur veggmyndamálari sett nýtt heimsmet með því að mála mynd af fyrirliða heimsmeistaranna.
Listamaðurinn heitir Andres Iglesias og kallar sig „Cobre“ en hann ákvað að mála magnaða mynd af Lionel Messi.
Veggmyndin er á blokk í borginni Santa Fe í Argentínu sem er aðeins norðar en heimaborg Messi sem er Rosario.
Þetta er stærsta veggmynd í heimi vegna þess að hún er 75 metrar á hæð. Listamaðurinn þurfti að nota sex hundrið lítra af málningu og yfir þúsund spreybrúsa til að búa til veggmyndina sem er einnig 40 metrar á breidd.
Myndin er af Messi með heimsbikarinn þegar hann var borinn um völlinn af liðsfélögum sínum eins en knattspyrnufólk man eftir svipuðum mómentum með Pele og Diego Maradona.