Maðurinn sem er ákærður hóf skothríð eftir að nágrannar hans kvörtuðu undan því að hann héldi vöklu fyrir ungbarni með því að hleypa af byssu í bænum Cleveland í Texas 28. apríl. Yngsta fórnarlambið var níu ára gamall drengur. Móðir hans á þrítugsaldri féll einnig í árásinni. Öll fórnarlömbin voru frá Hondúras.
Skotmaðurinn lagði á flótta eftir morðin. Hundruð lögreglumanna með dróna og leitarhundu leituðu hans í nokkra daga áður en hann fannst í felum hjá félögum sínum. Þeir voru ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar.
Saksóknarar segja of snemmt að segja hvort að þeir krefjist dauðarefsingar yfir manninum. Hann á næst að koma fyrir dómara í ágúst, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að maðurinn er mexíkóskur ríkisborgari sem hefur ítrekað verið vísað frá Bandaríkjunum.