Lægsta tilboði hafnað 44 sinnum á síðustu fimm árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júlí 2023 12:24 Í 27 skipti af 44 var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun en í sumum tilvikum uppfylltu lægstbjóðendur ekki hæfiskröfur. Vísir/Vilhelm Vegagerðin hafnaði lægsta tilboði í útboði 44 sinnum á síðustu fimm árum. Á sama tíma voru 489 samningar undirritaðir. Þetta kemur fram í svörum innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um útboð Vegagerðarinnar. Í 27 skipti af 44 var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun en í sumum tilvikum uppfylltu lægstbjóðendur ekki hæfiskröfur. Þá sögðu verktakar sig frá verkinu í nokkrum tilvikum. Hér fyrir neðan má sjá svör ráðherra, sundurliðuð eftir ári: Árið 2018 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun verkanna. Í tveimur tilfellum sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna annarra verkefna, í einu tilfelli sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna reiknivillu í tilboðsgerð og í einu tilfelli var tilboð lægstbjóðanda ógilt vegna ófullnægjandi gagna. Alls voru undirritaðir 103 samningar á árinu. Árið 2019 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í fimm tilfellum uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur (t.d. um verkreynslu) og í einu tilfelli var öllum tilboðum hafnað vegna fjárheimilda, útboði breytt og það boðið út aftur. Alls voru undirritaðir 123 samningar á árinu. Árið 2020 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði fjórum sinnum. Í tveimur tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur um verkreynslu og í öðru tilfelli var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 97 samningar á árinu. Árið 2021 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í átta tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum sagði verktaki sig frá verkinu og í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur þar sem eigið fé var neikvætt. Alls voru undirritaðir 102 samningar á árinu. Árið 2022 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í sjö tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 64 samningar á árinu. Vegagerð Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um útboð Vegagerðarinnar. Í 27 skipti af 44 var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun en í sumum tilvikum uppfylltu lægstbjóðendur ekki hæfiskröfur. Þá sögðu verktakar sig frá verkinu í nokkrum tilvikum. Hér fyrir neðan má sjá svör ráðherra, sundurliðuð eftir ári: Árið 2018 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun verkanna. Í tveimur tilfellum sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna annarra verkefna, í einu tilfelli sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna reiknivillu í tilboðsgerð og í einu tilfelli var tilboð lægstbjóðanda ógilt vegna ófullnægjandi gagna. Alls voru undirritaðir 103 samningar á árinu. Árið 2019 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í fimm tilfellum uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur (t.d. um verkreynslu) og í einu tilfelli var öllum tilboðum hafnað vegna fjárheimilda, útboði breytt og það boðið út aftur. Alls voru undirritaðir 123 samningar á árinu. Árið 2020 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði fjórum sinnum. Í tveimur tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur um verkreynslu og í öðru tilfelli var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 97 samningar á árinu. Árið 2021 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í átta tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum sagði verktaki sig frá verkinu og í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur þar sem eigið fé var neikvætt. Alls voru undirritaðir 102 samningar á árinu. Árið 2022 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í sjö tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 64 samningar á árinu.
Vegagerð Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira