Einstök og Thule fá ekki ný nöfn í bráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 14:44 Anna Regína segir eðlilegt að sögusagnir fari á kreik þegar breytingar verða. Ekki er á döfinni hjá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi að enska nöfn fleiri vörumerkja á vegum fyrirtækisins í bráð. Vörutegundir líkt og bjórtegundirnar Einstök og Thule munu áfram verða með sín nöfn. Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna. Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna.
Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira