Einstök og Thule fá ekki ný nöfn í bráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 14:44 Anna Regína segir eðlilegt að sögusagnir fari á kreik þegar breytingar verða. Ekki er á döfinni hjá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi að enska nöfn fleiri vörumerkja á vegum fyrirtækisins í bráð. Vörutegundir líkt og bjórtegundirnar Einstök og Thule munu áfram verða með sín nöfn. Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna. Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna.
Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira