Tvöfaldir heimsmeistarar á tveimur dögum: „Ég er hálf orðlaus“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. júlí 2023 18:36 Íslenskir danshópar hafa unnið til tveggja gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Braga í Portúgal þessa stundina. Aðsend Íslenskir dansarar frá DansKompaní í Reykjanesbæ unnu tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í dansi í dag. Skólastjóri DansKompaní segir að dugnaður og liðsheild sé galdurinn á bakvið þennan magnaða árangur. „Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“ Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“
Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira