Breiðablik og Ísland í aðalhlutverki í stórri grein á ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 08:02 Hér má sjá fyrirsögnina og aðalmyndina á fréttinni á ESPN vefnum. Skjámynd/ESPN ESPN gefur lesendum sínum sína upplifun af Meistaradeildarleikjunum sem fóru fram í Kópavogi á dögunum. Ræddu meðal annars við einn svekktan leikmann sem fékk ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir rassskellinn á móti Blikum. Meistaradeildin í fótbolta 2023-24 er farin af stað en hún hófst í ár með for-forkeppni á Kópavogsvellinum í síðustu viku. Blikar tryggði sér sæti í forkeppninni með sannfærandi hætti, fyrst sögulega stórum 7-1 sigri á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitunum og svo 5-0 sigri á Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiknum. ESPN mætti til Íslands og í Kópavoginn og fjallaði um fyrstu leiki keppninnar í ár. Blaðamaðurinn Mark Ogden hefur nú skilað inn athyglisverði grein um leikina og heimsókn sína til Íslands. Greinin hófst á stuttu viðtali við Antonio Barretta hjá Tre Penne sem var að upplifa æskudrauminn sinn að skora í Meistaradeildinni en hann skoraði mark liðsins í 7-1 tapinu á móti Blikum. „Það olli smá vonbrigðum að fá ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leikinn. Ég held að UEFA ætti að laga það fyrir okkur en engu að síður var það mjög góð tilfinning að skora í Meistaradeildinni,“ sagði Antonio Barretta. Ogden ræðir við leikmenn úr liðunum og fer yfir aðstæður bæði á Kópavogsvelli og á hinu dýra Íslandi. Það er farið yfir hvað það kostaði liðin að koma og gista á Íslandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, talaði um þá ótrúlegu reynslu að fá að taka þátt í Evrópukeppni og um muninn á liðunum frá litlu þjóðunum og þeim stærri og sterkari. Ogden ræðir einnig við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sem fór á kostum í þessum tveimur leikjum. Höskuldur segir þar að fótboltinn sé hans aðalstarf en að hann sinni einnig bakarastörfum í kringum hátíðirnar. Það má sjá lesa þessi viðtöl sem og lýsingu á heimsókninni til Íslands með því að smella hér. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Meistaradeildin í fótbolta 2023-24 er farin af stað en hún hófst í ár með for-forkeppni á Kópavogsvellinum í síðustu viku. Blikar tryggði sér sæti í forkeppninni með sannfærandi hætti, fyrst sögulega stórum 7-1 sigri á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitunum og svo 5-0 sigri á Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiknum. ESPN mætti til Íslands og í Kópavoginn og fjallaði um fyrstu leiki keppninnar í ár. Blaðamaðurinn Mark Ogden hefur nú skilað inn athyglisverði grein um leikina og heimsókn sína til Íslands. Greinin hófst á stuttu viðtali við Antonio Barretta hjá Tre Penne sem var að upplifa æskudrauminn sinn að skora í Meistaradeildinni en hann skoraði mark liðsins í 7-1 tapinu á móti Blikum. „Það olli smá vonbrigðum að fá ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leikinn. Ég held að UEFA ætti að laga það fyrir okkur en engu að síður var það mjög góð tilfinning að skora í Meistaradeildinni,“ sagði Antonio Barretta. Ogden ræðir við leikmenn úr liðunum og fer yfir aðstæður bæði á Kópavogsvelli og á hinu dýra Íslandi. Það er farið yfir hvað það kostaði liðin að koma og gista á Íslandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, talaði um þá ótrúlegu reynslu að fá að taka þátt í Evrópukeppni og um muninn á liðunum frá litlu þjóðunum og þeim stærri og sterkari. Ogden ræðir einnig við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sem fór á kostum í þessum tveimur leikjum. Höskuldur segir þar að fótboltinn sé hans aðalstarf en að hann sinni einnig bakarastörfum í kringum hátíðirnar. Það má sjá lesa þessi viðtöl sem og lýsingu á heimsókninni til Íslands með því að smella hér.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira