Besti körfuboltamaður Svía biður sænsku þjóðina afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 08:31 Jonas Jerebko í leik með Khimki frá Moskvu í Euroleague árið 2020. Getty/Noelia Deniz Jonas Jerebko samdi við rússneskt körfuboltafélag í miðju Úkraínustríði og fékk vægast sagt slæm viðbrögð í heimalandi sínu. Hann sér nú eftir öllu saman. Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira