Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 14:11 Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifa undir skjöl á fundi Samvinnustofnunar Sjanghæ (SCO). Rússar og Kínverjar stofnuðu samtökin til höfuðs vestrænum samvinnustofnunum. AP/Alexander Kazakov/Sputnik Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. Aðildarríki Samvinnustofnunar Sjanghæ (SCO), þar á meðal Indland, Kína og Rússland, funduðu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Sá félagsskapur er mun vinveittari Pútín og Rússlandi en aðrar alþjóðlegar stofnanir um þessar mundir, sérstaklega eftir að Rússar gerðu sjálfa sig að úrhraki í alþjóðasamfélaginu með því að ráðast inn í Úkraínu í fyrra. Ávarp Pútíns var jafnframt það fyrsta á alþjóðlegum vettvangi eftir skammlífa uppreisn Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðahers hans í síðasta mánuði. „Rússneska þjóðin er sameinaðri sem aldrei fyrr. Stjórnmálasamfélagið og allt samfélagið sýndi samstöðu og ábyrgð á örlögum föðurlandsins með því að mynda sameinað víglínu gegn tilraun til vopnaðrar uppreisnar,“ sagði Pútín. Aðrir þjóðarleiðtogar forðuðust að nefna uppreisnartilraunina beint en hörmuðu afleiðingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Pútín þakkaði þeim fyrir stuðninginn en sakaði vestræn ríki um að egna Úkraínu gegn Rússlandi. Forsetinn hefur ítrekað kennt vesturlöndum um að hann hafi ákveðið að ráðast á Úkraínu. Íranir fengu inngöngu í SCO á ráðstefnunni í dag. Aðildarríki stofnunarinnar eru þar með orðin níu: Kína, Rússland, Indland, Pakistan, Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Hvíta-Rússland gæti orðið tíunda aðildarríkið á næstunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Aðildarríki Samvinnustofnunar Sjanghæ (SCO), þar á meðal Indland, Kína og Rússland, funduðu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Sá félagsskapur er mun vinveittari Pútín og Rússlandi en aðrar alþjóðlegar stofnanir um þessar mundir, sérstaklega eftir að Rússar gerðu sjálfa sig að úrhraki í alþjóðasamfélaginu með því að ráðast inn í Úkraínu í fyrra. Ávarp Pútíns var jafnframt það fyrsta á alþjóðlegum vettvangi eftir skammlífa uppreisn Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðahers hans í síðasta mánuði. „Rússneska þjóðin er sameinaðri sem aldrei fyrr. Stjórnmálasamfélagið og allt samfélagið sýndi samstöðu og ábyrgð á örlögum föðurlandsins með því að mynda sameinað víglínu gegn tilraun til vopnaðrar uppreisnar,“ sagði Pútín. Aðrir þjóðarleiðtogar forðuðust að nefna uppreisnartilraunina beint en hörmuðu afleiðingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Pútín þakkaði þeim fyrir stuðninginn en sakaði vestræn ríki um að egna Úkraínu gegn Rússlandi. Forsetinn hefur ítrekað kennt vesturlöndum um að hann hafi ákveðið að ráðast á Úkraínu. Íranir fengu inngöngu í SCO á ráðstefnunni í dag. Aðildarríki stofnunarinnar eru þar með orðin níu: Kína, Rússland, Indland, Pakistan, Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Hvíta-Rússland gæti orðið tíunda aðildarríkið á næstunni, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira