Komin sjö mánuði á leið á risamóti í golfi Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 15:31 Amy Olson setti strax stefnuna á að ná US Open eftir að hafa ráðfært sig við kylfinga sem fætt hafa börn. Getty/Raj Mehta Amy Olson hlakkar til að skapa ógleymanlegar minningar á US Open risamótinu í golfi en hún mun spila á mótinu þrátt fyrir að vera ólétt og komin sjö mánuði á leið. Olson, sem er þrítug, vann sig inn á mótið með því að spila 36 holur á sex höggum undir pari og verður því með þegar US Open hefst á fimmtudaginn. Mótið fer í fyrsta sinn fram á Pebble Beach, í Kaliforníu, þar sem US Open karla hefur farið fram. „Þetta verður ein af þessum minningum sem ég mun tala um alla tíð,“ sagði Olson við Golfweek en hún á von á sínu fyrsta barni í september. „Og það að mótið fari fram á Pebble er mjög svalt. Það er frekar magnað að við verðum tvö þarna saman á gangi um golfbrautina.,“ sagði Olson. View this post on Instagram A post shared by Amy Olson (@amyolsongolf) Olson spilaði á Meijer LPGA Classic í síðasta mánuði og náði þar til að mynda holu í höggi auk þess að fá örn tvisvar sinnum. „Það verður gaman að geta sagt litlum dreng eða lítilli stúlku frá einhverju svona, eins og: „Ég náði holu í höggi, ég náði erni í tvígang, þegar þú varst inni í mér“,“ sagði Olson létt. „Þessi augnablik verða eitthvað sem við getum átt saman. Auðvitað mun barnið ekki muna eftir þessu en ég mun segja því frá og eiga þessar minningar um alla ævi,“ sagði Olson. Hún sagðist hafa sent mæðrum á LPGA-mótaröðinni skilaboð og spurt hve lengi fram á meðgönguna þær hefðu getað spilað golf, og komist að þeirri niðurstöðu að það væri möguleiki á að hún gæti spilað á US Open. „Og þetta er á Pebble af öllum stöðum svo að ég hugsaði bara með mér að ég myndi mæta og sjá hvað myndi gerast,“ sagði Olson. Golf Opna bandaríska Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Olson, sem er þrítug, vann sig inn á mótið með því að spila 36 holur á sex höggum undir pari og verður því með þegar US Open hefst á fimmtudaginn. Mótið fer í fyrsta sinn fram á Pebble Beach, í Kaliforníu, þar sem US Open karla hefur farið fram. „Þetta verður ein af þessum minningum sem ég mun tala um alla tíð,“ sagði Olson við Golfweek en hún á von á sínu fyrsta barni í september. „Og það að mótið fari fram á Pebble er mjög svalt. Það er frekar magnað að við verðum tvö þarna saman á gangi um golfbrautina.,“ sagði Olson. View this post on Instagram A post shared by Amy Olson (@amyolsongolf) Olson spilaði á Meijer LPGA Classic í síðasta mánuði og náði þar til að mynda holu í höggi auk þess að fá örn tvisvar sinnum. „Það verður gaman að geta sagt litlum dreng eða lítilli stúlku frá einhverju svona, eins og: „Ég náði holu í höggi, ég náði erni í tvígang, þegar þú varst inni í mér“,“ sagði Olson létt. „Þessi augnablik verða eitthvað sem við getum átt saman. Auðvitað mun barnið ekki muna eftir þessu en ég mun segja því frá og eiga þessar minningar um alla ævi,“ sagði Olson. Hún sagðist hafa sent mæðrum á LPGA-mótaröðinni skilaboð og spurt hve lengi fram á meðgönguna þær hefðu getað spilað golf, og komist að þeirri niðurstöðu að það væri möguleiki á að hún gæti spilað á US Open. „Og þetta er á Pebble af öllum stöðum svo að ég hugsaði bara með mér að ég myndi mæta og sjá hvað myndi gerast,“ sagði Olson.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira