„Þetta er blaut tuska í andlitið“ Íris Hauksdóttir skrifar 6. júlí 2023 17:01 Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni sem tekin hefur verið úr sýningu einungis 48 dögum eftir frumsýningu. Kvikmyndin Crater var frumsýnd þann 12.maí síðastliðinn en hefur nú verið tekin úr sýningum vegna lítils áhorfs. Myndin sem var í eigu Disney+ og sýnd þar við litlar undirtektir en ástæðuna má rekja til skorts á auglýsingum. Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni og segir þetta eins og blauta tusku í andlit fólksins sem starfaði við myndina. „Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
„Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira