„Þetta er blaut tuska í andlitið“ Íris Hauksdóttir skrifar 6. júlí 2023 17:01 Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni sem tekin hefur verið úr sýningu einungis 48 dögum eftir frumsýningu. Kvikmyndin Crater var frumsýnd þann 12.maí síðastliðinn en hefur nú verið tekin úr sýningum vegna lítils áhorfs. Myndin sem var í eigu Disney+ og sýnd þar við litlar undirtektir en ástæðuna má rekja til skorts á auglýsingum. Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni og segir þetta eins og blauta tusku í andlit fólksins sem starfaði við myndina. „Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira