Midtjylland kynnti Sverri til leiks í morgun með afar dramatísku myndbandi þar sem þrumur og eldingar og eldgos koma við sögu. Þá sést Sverrir með íslenska fánann á bakinu, sem eins konar skikkju.
Islandsk lederskikkelse til defensiven
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) July 7, 2023
Byd velkommen til Sverrir Ingi pic.twitter.com/Lr7wNix1EC
Sverrir, sem verður þrítugur í næsta mánuði, lék með PAOK í fjögur ár. Hann varð grískur meistari með liðinu 2019 og bikarmeistari 2019 og 2021.
Sverrir hefur leikið erlendis síðan 2014. Fyrst hjá Viking í Noregi, svo hjá Lokeren í Belgíu, stoppaði síðan stutt við hjá Granada á Spáni áður en hann fór til Rostov í Rússlandi. Hér heima lék Sverrir með Breiðabliki.
Hann hefur leikið 42 landsleiki og skorað þrjú mörk. Öll komu mörkin árið 2016.