Fótbolti

Sunneva kemur inn fyrir Áslaugu Mundu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir gæti leikið sinn fyrsta landsleik í næstu viku.
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir gæti leikið sinn fyrsta landsleik í næstu viku. Vísir/J.L. Long

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gert þriðju breytinguna á landsliðshópnum síðan hann var kynntur á dögunum. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur.

Áður höfðu þær Ásta Eir Árnadóttir og Anna Rakel Pétursdótir dregið sig úr hópnum og nú hefur Áslaug Munda gert slíkt hið sama.

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, leikmaður FH, kemur inn í hópinn fyrir Áslaugu Mundu og gæti Sunneva því leikið sinn fyrsta landsleik í næstu viku.

Íslenska liðið tekur á móti Finnum á Laugardalsvelli þann 14. júlí næstkomandi áður en liðið heldur út fyrir landsteinana og heimsækir Austurríki fjórum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×