Biðjast afsökunar á auglýsingum Olís sem teknar hafa verið úr birtingu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 13:16 Auglýsing Olís hefur vakið töluverða athygli í dag. Olís Auglýsingar á vegum Olís hafa vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum í dag en einhverjir telja að lesa megi óheppilegt myndmál úr þeim sem minni á hryðjuverkaárásir í New York þann 11. september árið 2001 þar sem flugvélum var flogið inn í tvíburaturnana í World Trade Center. Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA biðst afsökunar vegna málsins og segir herferðina hafa verið tekna úr birtingu. Um er að ræða auglýsingar á vegum olíufyrirtækisins þar sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að dæla til góðs. Olís er styrktaraðili Landsbjargar og renna fimm krónur af hverjum lítra til Slysvarnarfélagsins í dag auk þess sem fyrirtækið býður viss afsláttarkjör bara í dag og fleiri vildarpunkta Icelandair til viðskiptavina. Auglýsingunni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum í dag og ljóst að töluverður fjöldi fólks upplifir hugrenningartengsl við hryðjuverkin árið 2001 vegna staðsetningu flugvélar Icelandair og merki Olís bensínstöðvanna. Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá Olís vegna málsins. Auglýsingin er hönnuð af auglýsingastofunni Pipar\TBWA og í skriflegu svari til Vísis biðst Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri, afsökunar vegna málsins. pic.twitter.com/JRxpLmnpdq— Siffi (@SiffiG) July 7, 2023 Hugsaði olís ekkert út í þessa auglýsingu pic.twitter.com/92Pe5ouH4r— Aron Teitsson (@AronTeitsson03) July 7, 2023 Meira segja facebook telur þessa nynd ekki vera hæf til að deila pic.twitter.com/m0WXJZ2g7s— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) July 7, 2023 Áhugaverð nálgun hjá auglýsingastofu Olís, var virkilega enginn sem flaggaði þessu í öllu ferlinu pic.twitter.com/DY8CjjI6Re— Gudny Thorarensen (@gudnylt) July 7, 2023 Stikur sem tákni hlé eða pásu „Við hjá Pipar\TBWA gerðum fyrir um ári síðan auglýsingu fyrir Olís undir yfirskriftinni Dælum til góðs og hefur hún verið birt annað slagið síðan þá. Þar má sjá tvær vegstikur sem notaðar eru í öllu markaðsefni Olís og tákna hlé eða pásu, ásamt í þessu tilfelli flugvél Icelandair og lyklakippu frá Landsbjörg,“ skrifar Guðmundur. „Nú hefur fólk séð út úr þessum auglýsingum tvo turna og flugvél, sem er ekki heppileg táknmynd. Það er að sjálfsögðu ekki sú táknmynd sem við vorum að leitast eftir í þessari auglýsingu og sendum við þakklæti til þeirra sem bent hafa á að þar geti vaknað hugrenningatengsl.“ Hann segir að auglýsingastofan vilji einnig koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem tengjast auglýsingunni eða hafi túlkað hana á þennan hátt. Auglýsingaherferðin hafi nú verið tekin úr birtingu og muni koma í nýrri útgáfu. Muni aldrei gera þessi mistök aftur „Miðað hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott?“ skrifar einn netverja sem deilir auglýsingu Olís. Þá eru auglýsingarnar einnig til umræðu inni á Facebook hópnum Markaðsnördar. „Jæja, Þessi auglýsing, flugvél, tveir turnar og rétt eftir 4. júlí,“ skrifar Sigurður Ingi R Guðmundsson sem hefur máls á auglýsingunni. „Hugrenningatengslin eru greinilega til staðar hjá öllum, óháð því hvaða dagur ársins er... sá þetta strax,“ segir einn sem leggur orð í belg. Annar segir um óheppilega auglýsingu að ræða en lítið dugi að dæma Olís eða auglýsingastofuna sem komið hafi að verkinu. „Þetta er ótrúlega óheppilegt. Eitthvað sem getur svo auðveldlega farið framhjá fólki þó margir rýni, en þegar er bent á þetta er þetta svo augljóst,“ skrifar Óskar Páll Elfarsson markaðsnörd. „Það þýðir lítið að dæma Olís eða auglýsingastofuna eitthvað, það ætlar sér enginn að fara „þangað“ viljandi og þau munu aldrei gera þessi mistök aftur. Þannig lærum við bara öll og ferðumst áfram...“ Ekkert óþægileg hugrenningartengsl hér. Nei nei. pic.twitter.com/czePTC0mN8— Steini (@Arason_) July 7, 2023 sýnist þessi auglýsingastofa bara vera með puttann ágætlega á púlsinum pic.twitter.com/A7sFJjiOlv— Birki (@birkirh) July 7, 2023 Hvað eruð þið hjá Olís nákvæmlega að segja? Að flugvél Icelandair fljúgi á tvo turna og svo dælum við eldsneyti yfir það allt saman? Og hvað svo eða hvað á þetta myndmál að segja okkur? pic.twitter.com/dckcOFKQuH— Erlendur (@erlendur) July 7, 2023 mv hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott? https://t.co/NiLPkqZmHR— Haukur Heiðar (@haukurh) July 7, 2023 Frétt uppfærð kl. 14:23. Fréttin hefur verið uppfærð og viðbrögðum forstjóra Pipar\TBWA bætt við. Hryðjuverkin 11. september 2001 Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Um er að ræða auglýsingar á vegum olíufyrirtækisins þar sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að dæla til góðs. Olís er styrktaraðili Landsbjargar og renna fimm krónur af hverjum lítra til Slysvarnarfélagsins í dag auk þess sem fyrirtækið býður viss afsláttarkjör bara í dag og fleiri vildarpunkta Icelandair til viðskiptavina. Auglýsingunni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum í dag og ljóst að töluverður fjöldi fólks upplifir hugrenningartengsl við hryðjuverkin árið 2001 vegna staðsetningu flugvélar Icelandair og merki Olís bensínstöðvanna. Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá Olís vegna málsins. Auglýsingin er hönnuð af auglýsingastofunni Pipar\TBWA og í skriflegu svari til Vísis biðst Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri, afsökunar vegna málsins. pic.twitter.com/JRxpLmnpdq— Siffi (@SiffiG) July 7, 2023 Hugsaði olís ekkert út í þessa auglýsingu pic.twitter.com/92Pe5ouH4r— Aron Teitsson (@AronTeitsson03) July 7, 2023 Meira segja facebook telur þessa nynd ekki vera hæf til að deila pic.twitter.com/m0WXJZ2g7s— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) July 7, 2023 Áhugaverð nálgun hjá auglýsingastofu Olís, var virkilega enginn sem flaggaði þessu í öllu ferlinu pic.twitter.com/DY8CjjI6Re— Gudny Thorarensen (@gudnylt) July 7, 2023 Stikur sem tákni hlé eða pásu „Við hjá Pipar\TBWA gerðum fyrir um ári síðan auglýsingu fyrir Olís undir yfirskriftinni Dælum til góðs og hefur hún verið birt annað slagið síðan þá. Þar má sjá tvær vegstikur sem notaðar eru í öllu markaðsefni Olís og tákna hlé eða pásu, ásamt í þessu tilfelli flugvél Icelandair og lyklakippu frá Landsbjörg,“ skrifar Guðmundur. „Nú hefur fólk séð út úr þessum auglýsingum tvo turna og flugvél, sem er ekki heppileg táknmynd. Það er að sjálfsögðu ekki sú táknmynd sem við vorum að leitast eftir í þessari auglýsingu og sendum við þakklæti til þeirra sem bent hafa á að þar geti vaknað hugrenningatengsl.“ Hann segir að auglýsingastofan vilji einnig koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem tengjast auglýsingunni eða hafi túlkað hana á þennan hátt. Auglýsingaherferðin hafi nú verið tekin úr birtingu og muni koma í nýrri útgáfu. Muni aldrei gera þessi mistök aftur „Miðað hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott?“ skrifar einn netverja sem deilir auglýsingu Olís. Þá eru auglýsingarnar einnig til umræðu inni á Facebook hópnum Markaðsnördar. „Jæja, Þessi auglýsing, flugvél, tveir turnar og rétt eftir 4. júlí,“ skrifar Sigurður Ingi R Guðmundsson sem hefur máls á auglýsingunni. „Hugrenningatengslin eru greinilega til staðar hjá öllum, óháð því hvaða dagur ársins er... sá þetta strax,“ segir einn sem leggur orð í belg. Annar segir um óheppilega auglýsingu að ræða en lítið dugi að dæma Olís eða auglýsingastofuna sem komið hafi að verkinu. „Þetta er ótrúlega óheppilegt. Eitthvað sem getur svo auðveldlega farið framhjá fólki þó margir rýni, en þegar er bent á þetta er þetta svo augljóst,“ skrifar Óskar Páll Elfarsson markaðsnörd. „Það þýðir lítið að dæma Olís eða auglýsingastofuna eitthvað, það ætlar sér enginn að fara „þangað“ viljandi og þau munu aldrei gera þessi mistök aftur. Þannig lærum við bara öll og ferðumst áfram...“ Ekkert óþægileg hugrenningartengsl hér. Nei nei. pic.twitter.com/czePTC0mN8— Steini (@Arason_) July 7, 2023 sýnist þessi auglýsingastofa bara vera með puttann ágætlega á púlsinum pic.twitter.com/A7sFJjiOlv— Birki (@birkirh) July 7, 2023 Hvað eruð þið hjá Olís nákvæmlega að segja? Að flugvél Icelandair fljúgi á tvo turna og svo dælum við eldsneyti yfir það allt saman? Og hvað svo eða hvað á þetta myndmál að segja okkur? pic.twitter.com/dckcOFKQuH— Erlendur (@erlendur) July 7, 2023 mv hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott? https://t.co/NiLPkqZmHR— Haukur Heiðar (@haukurh) July 7, 2023 Frétt uppfærð kl. 14:23. Fréttin hefur verið uppfærð og viðbrögðum forstjóra Pipar\TBWA bætt við.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira