Enski boltinn

Arteta búinn að eyða rúm­um 100 milljörðum síðan hann tók við

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arteta hefur svo sannarlega opnað veski Arsenal síðan hann tók við stjórnartaumunum.
Arteta hefur svo sannarlega opnað veski Arsenal síðan hann tók við stjórnartaumunum. Julian Finney/Getty Images

Mikel Arteta hefur eytt rúmum 600 milljónum sterlingspunda [103,7 milljörðum íslenskra króna] í leikmenn síðan hann tók við Arsenal í nóvember 2019.

Arsenal endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur i Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Til að vera samkeppnishæft í deild þeirra bestu hefur félagið eytt fúlgum fjár í þrjá nýja leikmenn sem eiga að styrkja liðið til muna.

Varnarmaðurinn fjölhæfi Jurrien Timber kom frá Ajax á 35 milljónir punda [6 milljarða íslenskra króna]. Arteta vildi fá Lisandro Martínez frá Ajax síðasta sumar en sá fór til Manchester United í staðinn. Þess í stað sótti hann Timber nú.

Sóknarmaðurinn Kai Havertz kom frá Chelsea á 65 milljónir punda [11,2 milljarða króna]. Talið er að Havertz fái rúmlega 300 þúsund pund í laun á viku eða tæplega 52 milljónir íslenskra króna.

Þá var enski miðjumaðurinn Declan Rice keyptur á 100 milljónir punda [17,3 milljarða íslenskra króna] frá West Ham United. Kaupverðið gæti numið 105 milljónum punda þegar upp er staðið.

Alls hafa Skytturnar eytt 200 milljónum punda í sumar en það verður seint sagt að stjórn félagsins hafi ekki stutt við bakið á Arteta síðan hann tók við. Með þessum þrem leikmönnum hefur Arteta fengið 22 leikmenn til liðsins fyrir litlar 600 milljónir punda eða rúmlega 100 milljarða íslenskra króna.

Leikmennina tuttugu og tvo, hvað þeir kostuðu og hvaðan þeir komu má sjá á listanum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×