Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. júlí 2023 12:09 Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, segir áríðandi að þingheimur fái að ræða Íslandsbankasöluna, Lindarhvolsmálið og hvalveiðibannið sem fyrst. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. „Frá því að þingið var sett óvanalega snemma í sumarfrí í ár þá hafa komið upp á yfirborðið upplýsingar sem varpa ljósi á nokkur stór mál sem hafa verið í deiglunni lengi, það er að segja Lindarhvolsmálið sem varðar sölu á fjölmörgum ríkiseignum, það varðar söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og síðan aðdragandann að hvalveiðibanninu.“ „Allt eru þetta mál sem stjórnvöld koma á einn eða annan hátt að og þingið og það er bara gríðarlega mikilvægt að við komum saman núna en ekki einhvern tímann í lok september, byrjun nóvember til þess að ræða þessi mál og taka afstöðu til þeirra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Það sé mjög slæmt að stjórnvöld móist við og standi vörð um þau vinnubrögð sem upplýst hafi verið um í sumum þessara mála. „Og líka að þau standi í veginum fyrir því að þau mál og önnur séu opinberuð, það er að segja að upplýsingarnar komi upp á yfirborðið og þingið taki afstöðu til þess hvernig við vinnum málin áfram.“ Vonar að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vilji ræða hvalveiðimálið Ef forsætisráðherra hafnar beiðni þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna þá þarf meirihluti þingmanna að samþykkja að þing komi saman. Hann segir að þó pólitíska línan í Íslandsbankamálinu og Lindarhvolsmálinu virðist vera skýr milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu sé það ekki svo í hvalveiðimálinu þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa gagnrýnt þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að gera tímabundið hlé á hvalveiðum. „Ef menn eru sjálfum sér samkvæmir þá ættu þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að styðja þessa beiðni okkar og það er óskandi,“ segir Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagðist í gær ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. Þingmenn Miðflokksins höfðu þá sent erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Ríkisstjórnin lítið spennt fyrir því að kalla þing saman Stjórnarliðar hafa síðustu daga gefið lítið fyrir þær hugmyndir stjórnarandstöðunnar að þing verði kallað saman í sumar. Hanna Katrín telur að þetta sé í besta falli merki um einhvers konar sinnuleysi gagnvart hlutverki stjórnvalda. „Það er auðvitað ekki þannig að það sé ekki mál stjórnvalda þegar verið er að selja ríkiseigur fyrir hundruð milljarða. Það skiptir máli að það takist vel til og það skiptir líka máli hvernig aðdragandinn og sjálft ferlið lítur út, það er að segja að það sé vandað til verka og bara bókstaflega að við vitum hvað við erum að gera og fyrir hverja við erum að vinna þessi mál.“ Alvarlegt að illa hafi gengið að fá upplýsingar Þingflokkur Viðreisnar hefur ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum lengi kallað eftir því að skipuð sé sérstök rannsóknarnefnd til að skoða söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Á dögunum var svo birt greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, sem sá um umsýslu og sölu stöðuleikaeigna sem ríkið eignaðist eftir gjaldþrot gömlu viðskiptabankanna. Í greinargerðinni gagnrýnir settur ríkisendurskoðandi skort á upplýsingagjöf um starfsemi Lindarhvols. „Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svo þetta er það sem þarf að skoða vel og við þurfum að nýta tímann núna. Þetta tæki ekki langan tíma, við erum ekki að tala um að þing komi saman núna og sé hérna næstu vikurnar. Við þurfum bara að fara í saumana á þessu máli og taka ákvörðun um framhaldið af því að það er óumdeilt að ábyrgðin liggur hjá þinginu,“ segir Hanna Katrín. Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
„Frá því að þingið var sett óvanalega snemma í sumarfrí í ár þá hafa komið upp á yfirborðið upplýsingar sem varpa ljósi á nokkur stór mál sem hafa verið í deiglunni lengi, það er að segja Lindarhvolsmálið sem varðar sölu á fjölmörgum ríkiseignum, það varðar söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og síðan aðdragandann að hvalveiðibanninu.“ „Allt eru þetta mál sem stjórnvöld koma á einn eða annan hátt að og þingið og það er bara gríðarlega mikilvægt að við komum saman núna en ekki einhvern tímann í lok september, byrjun nóvember til þess að ræða þessi mál og taka afstöðu til þeirra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Það sé mjög slæmt að stjórnvöld móist við og standi vörð um þau vinnubrögð sem upplýst hafi verið um í sumum þessara mála. „Og líka að þau standi í veginum fyrir því að þau mál og önnur séu opinberuð, það er að segja að upplýsingarnar komi upp á yfirborðið og þingið taki afstöðu til þess hvernig við vinnum málin áfram.“ Vonar að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vilji ræða hvalveiðimálið Ef forsætisráðherra hafnar beiðni þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna þá þarf meirihluti þingmanna að samþykkja að þing komi saman. Hann segir að þó pólitíska línan í Íslandsbankamálinu og Lindarhvolsmálinu virðist vera skýr milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu sé það ekki svo í hvalveiðimálinu þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa gagnrýnt þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að gera tímabundið hlé á hvalveiðum. „Ef menn eru sjálfum sér samkvæmir þá ættu þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að styðja þessa beiðni okkar og það er óskandi,“ segir Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagðist í gær ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. Þingmenn Miðflokksins höfðu þá sent erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Ríkisstjórnin lítið spennt fyrir því að kalla þing saman Stjórnarliðar hafa síðustu daga gefið lítið fyrir þær hugmyndir stjórnarandstöðunnar að þing verði kallað saman í sumar. Hanna Katrín telur að þetta sé í besta falli merki um einhvers konar sinnuleysi gagnvart hlutverki stjórnvalda. „Það er auðvitað ekki þannig að það sé ekki mál stjórnvalda þegar verið er að selja ríkiseigur fyrir hundruð milljarða. Það skiptir máli að það takist vel til og það skiptir líka máli hvernig aðdragandinn og sjálft ferlið lítur út, það er að segja að það sé vandað til verka og bara bókstaflega að við vitum hvað við erum að gera og fyrir hverja við erum að vinna þessi mál.“ Alvarlegt að illa hafi gengið að fá upplýsingar Þingflokkur Viðreisnar hefur ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum lengi kallað eftir því að skipuð sé sérstök rannsóknarnefnd til að skoða söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Á dögunum var svo birt greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, sem sá um umsýslu og sölu stöðuleikaeigna sem ríkið eignaðist eftir gjaldþrot gömlu viðskiptabankanna. Í greinargerðinni gagnrýnir settur ríkisendurskoðandi skort á upplýsingagjöf um starfsemi Lindarhvols. „Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svo þetta er það sem þarf að skoða vel og við þurfum að nýta tímann núna. Þetta tæki ekki langan tíma, við erum ekki að tala um að þing komi saman núna og sé hérna næstu vikurnar. Við þurfum bara að fara í saumana á þessu máli og taka ákvörðun um framhaldið af því að það er óumdeilt að ábyrgðin liggur hjá þinginu,“ segir Hanna Katrín.
Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09
„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent