Vestmanneyingar velkomnir í Grímsey að redda sér lunda Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2023 20:26 Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Grímseyingar segja skýr merki þess að lunda hafi fjölgað í eynni. Svo mikið er þar af lunda að von er á hópum Vestmanneyinga norður til að redda eigin lundaballi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um lundann í Grímsey en hann er meðal þess sem helst dregur erlenda ferðamenn út í eyjuna. Þar virðist nóg af honum. „Það sem við upplifun hérna að er búið að gerast í tuttugu ár er að honum bara fjölgar ár frá ári,“ segir Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Lundinn er gæfur í Grímsey og hægt að komast býsna nálægt honum.Egill Aðalsteinsson Skýrasta dæmið segir hann að áður hafi lundinn bara verið á austanverðri eynni en núna sé hann einnig kominn á vesturströndina þar sem þorpið er. „Fyrir 25 árum þá var enginn lundi hér en núna er hann kominn allan hringinn á eyjunni og kominn alveg að hafnarsvæðinu.“ Þá segir hann engin merki sjást um að honum hafi fækkað á austurhlutanum. „Okkar kenning er sú að þetta sé bara náttúruleg fjölgun.“ Grímsey séð úr norðaustri. Mestu fuglabjörgin eru á austurströndinni.KMU Sjálfur sígur Sæmundur í björg á vorin eftir svartfuglseggjum, álku og langvíu, og segir að þeim tegundum hafi ennig fjölgað. Og Grímseyingar háfa enn lunda. „Ég fullyrði að það er brotabrot af fjölguninni sem að við tökum. Hvað þá að við séum eitthvað að seilast í höfuðstólinn,“ segir Sæmundur. Við vitann syðst í Grímsey. Horft norður eftir björgunum við austanverða eyjuna.Egill Aðalsteinsson Kannski hafa Vestmanneyingar verið þekktustu lundaætur landsins. Núna fara þeir út í Grímsey. „Þeir koma hérna, vinir okkar úr Vestmannaeyjum, sumir hérna í júlí. Koma svona hópar. Og í nokkur ár hafa þeir komið og reddað lundaballinu hérna af því að þeir ná ekki í lunda til að hafa á ballinu,“ segir Sæmundur. Takmörkuð lundaveiði í fimmtán daga í Vestmannaeyjum í ágústmánuði muni ekki duga þeim. „Við óskum eftir að þeir komi sem oftast. Og fleiri heldur en hitt. Séu þeir bara alltaf velkomnir,“ segir bjargveiðimaðurinn í Grímsey. Grímsey Vestmannaeyjar Fuglar Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40 Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um lundann í Grímsey en hann er meðal þess sem helst dregur erlenda ferðamenn út í eyjuna. Þar virðist nóg af honum. „Það sem við upplifun hérna að er búið að gerast í tuttugu ár er að honum bara fjölgar ár frá ári,“ segir Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Lundinn er gæfur í Grímsey og hægt að komast býsna nálægt honum.Egill Aðalsteinsson Skýrasta dæmið segir hann að áður hafi lundinn bara verið á austanverðri eynni en núna sé hann einnig kominn á vesturströndina þar sem þorpið er. „Fyrir 25 árum þá var enginn lundi hér en núna er hann kominn allan hringinn á eyjunni og kominn alveg að hafnarsvæðinu.“ Þá segir hann engin merki sjást um að honum hafi fækkað á austurhlutanum. „Okkar kenning er sú að þetta sé bara náttúruleg fjölgun.“ Grímsey séð úr norðaustri. Mestu fuglabjörgin eru á austurströndinni.KMU Sjálfur sígur Sæmundur í björg á vorin eftir svartfuglseggjum, álku og langvíu, og segir að þeim tegundum hafi ennig fjölgað. Og Grímseyingar háfa enn lunda. „Ég fullyrði að það er brotabrot af fjölguninni sem að við tökum. Hvað þá að við séum eitthvað að seilast í höfuðstólinn,“ segir Sæmundur. Við vitann syðst í Grímsey. Horft norður eftir björgunum við austanverða eyjuna.Egill Aðalsteinsson Kannski hafa Vestmanneyingar verið þekktustu lundaætur landsins. Núna fara þeir út í Grímsey. „Þeir koma hérna, vinir okkar úr Vestmannaeyjum, sumir hérna í júlí. Koma svona hópar. Og í nokkur ár hafa þeir komið og reddað lundaballinu hérna af því að þeir ná ekki í lunda til að hafa á ballinu,“ segir Sæmundur. Takmörkuð lundaveiði í fimmtán daga í Vestmannaeyjum í ágústmánuði muni ekki duga þeim. „Við óskum eftir að þeir komi sem oftast. Og fleiri heldur en hitt. Séu þeir bara alltaf velkomnir,“ segir bjargveiðimaðurinn í Grímsey.
Grímsey Vestmannaeyjar Fuglar Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40 Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40
Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44