Vestmanneyingar velkomnir í Grímsey að redda sér lunda Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2023 20:26 Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Grímseyingar segja skýr merki þess að lunda hafi fjölgað í eynni. Svo mikið er þar af lunda að von er á hópum Vestmanneyinga norður til að redda eigin lundaballi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um lundann í Grímsey en hann er meðal þess sem helst dregur erlenda ferðamenn út í eyjuna. Þar virðist nóg af honum. „Það sem við upplifun hérna að er búið að gerast í tuttugu ár er að honum bara fjölgar ár frá ári,“ segir Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Lundinn er gæfur í Grímsey og hægt að komast býsna nálægt honum.Egill Aðalsteinsson Skýrasta dæmið segir hann að áður hafi lundinn bara verið á austanverðri eynni en núna sé hann einnig kominn á vesturströndina þar sem þorpið er. „Fyrir 25 árum þá var enginn lundi hér en núna er hann kominn allan hringinn á eyjunni og kominn alveg að hafnarsvæðinu.“ Þá segir hann engin merki sjást um að honum hafi fækkað á austurhlutanum. „Okkar kenning er sú að þetta sé bara náttúruleg fjölgun.“ Grímsey séð úr norðaustri. Mestu fuglabjörgin eru á austurströndinni.KMU Sjálfur sígur Sæmundur í björg á vorin eftir svartfuglseggjum, álku og langvíu, og segir að þeim tegundum hafi ennig fjölgað. Og Grímseyingar háfa enn lunda. „Ég fullyrði að það er brotabrot af fjölguninni sem að við tökum. Hvað þá að við séum eitthvað að seilast í höfuðstólinn,“ segir Sæmundur. Við vitann syðst í Grímsey. Horft norður eftir björgunum við austanverða eyjuna.Egill Aðalsteinsson Kannski hafa Vestmanneyingar verið þekktustu lundaætur landsins. Núna fara þeir út í Grímsey. „Þeir koma hérna, vinir okkar úr Vestmannaeyjum, sumir hérna í júlí. Koma svona hópar. Og í nokkur ár hafa þeir komið og reddað lundaballinu hérna af því að þeir ná ekki í lunda til að hafa á ballinu,“ segir Sæmundur. Takmörkuð lundaveiði í fimmtán daga í Vestmannaeyjum í ágústmánuði muni ekki duga þeim. „Við óskum eftir að þeir komi sem oftast. Og fleiri heldur en hitt. Séu þeir bara alltaf velkomnir,“ segir bjargveiðimaðurinn í Grímsey. Grímsey Vestmannaeyjar Fuglar Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40 Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um lundann í Grímsey en hann er meðal þess sem helst dregur erlenda ferðamenn út í eyjuna. Þar virðist nóg af honum. „Það sem við upplifun hérna að er búið að gerast í tuttugu ár er að honum bara fjölgar ár frá ári,“ segir Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Lundinn er gæfur í Grímsey og hægt að komast býsna nálægt honum.Egill Aðalsteinsson Skýrasta dæmið segir hann að áður hafi lundinn bara verið á austanverðri eynni en núna sé hann einnig kominn á vesturströndina þar sem þorpið er. „Fyrir 25 árum þá var enginn lundi hér en núna er hann kominn allan hringinn á eyjunni og kominn alveg að hafnarsvæðinu.“ Þá segir hann engin merki sjást um að honum hafi fækkað á austurhlutanum. „Okkar kenning er sú að þetta sé bara náttúruleg fjölgun.“ Grímsey séð úr norðaustri. Mestu fuglabjörgin eru á austurströndinni.KMU Sjálfur sígur Sæmundur í björg á vorin eftir svartfuglseggjum, álku og langvíu, og segir að þeim tegundum hafi ennig fjölgað. Og Grímseyingar háfa enn lunda. „Ég fullyrði að það er brotabrot af fjölguninni sem að við tökum. Hvað þá að við séum eitthvað að seilast í höfuðstólinn,“ segir Sæmundur. Við vitann syðst í Grímsey. Horft norður eftir björgunum við austanverða eyjuna.Egill Aðalsteinsson Kannski hafa Vestmanneyingar verið þekktustu lundaætur landsins. Núna fara þeir út í Grímsey. „Þeir koma hérna, vinir okkar úr Vestmannaeyjum, sumir hérna í júlí. Koma svona hópar. Og í nokkur ár hafa þeir komið og reddað lundaballinu hérna af því að þeir ná ekki í lunda til að hafa á ballinu,“ segir Sæmundur. Takmörkuð lundaveiði í fimmtán daga í Vestmannaeyjum í ágústmánuði muni ekki duga þeim. „Við óskum eftir að þeir komi sem oftast. Og fleiri heldur en hitt. Séu þeir bara alltaf velkomnir,“ segir bjargveiðimaðurinn í Grímsey.
Grímsey Vestmannaeyjar Fuglar Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40 Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40
Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44