Körfubolti

Dæmið snerist við hjá strákunum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tómas Valur og Ágúst Goði í baráttunni með liðum sínum Þór frá Þorlákshöfn og Haukum.
Tómas Valur og Ágúst Goði í baráttunni með liðum sínum Þór frá Þorlákshöfn og Haukum. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska landsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði í dag með tveimur stigum gegn Þýskalandi í A-deild Evrópumótsins sem fram fer á Krít. 

Í gær vann Ísland sætan tveggja stiga sigur á Slóveníu í fyrsta leik liðsins í A-deild Evrópumóts U20-ára liða. Mótið fer fram á Krít og sterkustu landslið Evrópu hafa unnið sér þátttökurétt á mótinu.

Í dag mætti liðið Þýskalandi og þá snerist dæmið við. Ísland beið lægri hlut 83-81 og er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina.

Tómas Valur Þrastarson og Ágúst Kjartansson skoruðu báðir 21 stig fyrir Ísland  auk þess sem Ágúst var með sjö stoðsendingar og Tómas Valur sex fráköst.

Ísland mætir liði Frakka á morgun sem vann sautján stiga sigur á Þýskalandi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×