James vill hjálpa Hermanni og ÍBV: „Vonandi get ég aðstoðað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2023 07:00 James var heiðraður fyrir leik ÍBV og Fram um helgina en lék með Eyjamönnum fyrir sléttum áratug. Vísir Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira