Sport

„Við eigum eftir að státa okkur af ein­hverri flottustu knatt­spyrnu­að­stöðu á landinu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Siguróli Magni er íþróttafulltrúi KA.
Siguróli Magni er íþróttafulltrúi KA.

KA menn segjast verða komnir með eitt allra flottasta knattspyrnusvæði landsins á næstu árum.

Nú standa yfir framkvæmdir á KA-svæðinu fyrir norðan en reisa á nýjan gervigrassvöll, byggingu sem tengir saman þúsund manna stúku og íþróttahús félagsins og er mikil spenna í félaginu fyrir verkefninu.

„Hér verður nýjasta týpan af gervigrasvelli og stúku sem tekur þúsund manns í sæti og flóðlýsing sem er í þeim gæðastöðlum sem við viljum hafa og tengt við þessa stúku er síðan tengibygging með búningsklefum, júdósal og veislusal á efri hæðinni. Inni í stúkunni er síðan lyftingaraðstaða fyrir lyftingadeildina okkar. Um er ræða fjölnota mannvirki ásamt stúku svo við séum með löglegn keppnisvöll,“ segir Siguróli Magni Sigurðsson, íþróttafulltrúi KA og heldur áfram. 

„Akureyrarbær gerði samning við KA og Þór árið 2008 um uppbyggingu á íþróttasvæðunum, síðan kom hrun og það var búið að moka fyrir grunni hér og það var bara fyllt upp í hann. Nú er loksins komið að þessu og við erum gríðarlega þakklátir hvað Akureyrarbær er að gera fyrir okkur. Við eigum eftir að státa okkur af einhverri flottustu knattspyrnuaðstöðu á landinu á næstu árum.“

KA-menn mættu welska liðinu Connah's Quay Nomads í Evrópukeppni í gærkvöldi og þurfti liðið að leika heimaleik  í Úlfársdal þar sem Greifavöllurinn fyrir norðan er ekki löglegur í Evrópukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×