Margot Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 14:52 Margot Robbie og Ryan Gosling á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í vikunni. Mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni. AP Photo/Chris Pizzello Margot Robbie, ástralska Hollywood leikkonan sem fer með hlutverk í Barbie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir. Ryan Gosling, meðleikari hennar í myndinni, segir frá í viðtali við People tímaritið. Barbie myndarinnar í leikstjórn Gretu Gerwig hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og verður loksins frumsýnd í næstu viku. Þar fer Margot Robbie með hlutverk Barbie og Ryan Gosling með hlutverk Ken. „Margot var með bleikan dag einu sinni í viku þar sem allir voru skyldaðir til þess að mæta í bleiku. Ef þú gerðir það ekki, þá varstu sektaður,“ hefur tímaritið eftir leikaranum. Hann segir áströlsku leikkonuna, sem sleit barnsskónum sem leikkona í sápuóperuþáttunum um Nágranna, hafa gengið á milli, sektað fólk og svo gefið upphæðina til góðgerðarmála. „Það sem var einstakt er hvað karlmennirnir á setti voru spenntir yfir þessu. Þegar við kláruðum tökur hittust allir gaurarnir og útbjuggu bleika boli með regnboga á,“ segir leikarinn sem segir bleiku fötin hafa verið tækifæri fyrir hópinn til þess að votta leikstjóranum Gretu Gerwig og Margot Robbie virðingu sína. Hjálpaði Gosling að beisla „Ken-orkuna“ Þá hefur Ryan Gosling áður lýst því hvernig Margot Robbie hafi lagt mikið á sig til þess að aðstoða Gosling við að beisla „Ken-orkuna“ eins og hann lýsir því. Þannig hafi leikkonan gefið honum bleikan pakka með bleikri slaufu, frá Barbie til Ken, á hverjum einasta degi á meðan tökur stóðu yfir. Gosling segir gjafirnar allar hafa tengst ströndinni á einn eða annan hátt. Stundum hafi þar verið á ferðinni skartgripir í laginu eins og skeljar eða brimbrettaskilti. „Af því að starf Ken felst bara í ströndinni. Ég hef aldrei skilið nákvæmlega í hverju það felst. En mér fannst eins og hún væri að aðstoða Ken við að skilja þetta í gegnum þessar gjafir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a> Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Ryan Gosling, meðleikari hennar í myndinni, segir frá í viðtali við People tímaritið. Barbie myndarinnar í leikstjórn Gretu Gerwig hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og verður loksins frumsýnd í næstu viku. Þar fer Margot Robbie með hlutverk Barbie og Ryan Gosling með hlutverk Ken. „Margot var með bleikan dag einu sinni í viku þar sem allir voru skyldaðir til þess að mæta í bleiku. Ef þú gerðir það ekki, þá varstu sektaður,“ hefur tímaritið eftir leikaranum. Hann segir áströlsku leikkonuna, sem sleit barnsskónum sem leikkona í sápuóperuþáttunum um Nágranna, hafa gengið á milli, sektað fólk og svo gefið upphæðina til góðgerðarmála. „Það sem var einstakt er hvað karlmennirnir á setti voru spenntir yfir þessu. Þegar við kláruðum tökur hittust allir gaurarnir og útbjuggu bleika boli með regnboga á,“ segir leikarinn sem segir bleiku fötin hafa verið tækifæri fyrir hópinn til þess að votta leikstjóranum Gretu Gerwig og Margot Robbie virðingu sína. Hjálpaði Gosling að beisla „Ken-orkuna“ Þá hefur Ryan Gosling áður lýst því hvernig Margot Robbie hafi lagt mikið á sig til þess að aðstoða Gosling við að beisla „Ken-orkuna“ eins og hann lýsir því. Þannig hafi leikkonan gefið honum bleikan pakka með bleikri slaufu, frá Barbie til Ken, á hverjum einasta degi á meðan tökur stóðu yfir. Gosling segir gjafirnar allar hafa tengst ströndinni á einn eða annan hátt. Stundum hafi þar verið á ferðinni skartgripir í laginu eins og skeljar eða brimbrettaskilti. „Af því að starf Ken felst bara í ströndinni. Ég hef aldrei skilið nákvæmlega í hverju það felst. En mér fannst eins og hún væri að aðstoða Ken við að skilja þetta í gegnum þessar gjafir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a>
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira