Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2023 08:20 Alþjóðasambandið segir að rangfærslur um bóluefnin hafi líklega leitt til heilsutjóns hjá mörgum þeim sem ákváðu að þiggja ekki bólusetningu. epa/Ciro Fusco Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. Í yfirlýsingunni segir alþjóðsambandið að: Bóluefnin gegn COVID-19 minnka til muna hættu á alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsvist og dauða SARS-CoV-2 veiran breytist stöðugt og því má reikna með að áfram verði þörf á örvunarbólusetningum Gögn sem tengjast meira en þrettán milljörðum bóluefnaskammta sem gefnir hafa verið á heimsvísu sýna að öryggi bóluefnanna er meira en áhættan Langflestar aukaverkanir sem fylgja notkun bóluefnanna eru vægar og tímabundnar Tilkynningum vegna gruns um aukaverkun eftir COVID-19 bólusetning er safnað saman og þær metnar af sérfræðingum eins og á við um öll önnur lyf Vísbendingar eru um að bólusetning dragi úr líkum á langvarandi COVID-19 sjúkdómi „Rangar eða misvísandi fullyrðingar um bóluefnin gegn COVID-19 hafa víða komið fram á samfélagsmiðlum. Tilkynningar um aukaverkanir tengdar bóluefnunum eru þá gjarnan ýktar eða mistúlkaðar, óskyld sjúkdómstilvik stundum ranglega tengd bóluefnunum. Slíkar rangfærslur hafa að líkindum leitt til alvarlegs heilsutjóns hjá mörgum þeim sem í kjölfarið hættu við að þiggja bólusetningu,“ segir á vef Lyfjastofnunar, þar sem fjallað er um yfirlýsingu ICMRA. Þá segir að engin gögn renni stoðum undir fullyrðingar um að bóluefnin gegn Covid-19 hafi valdið fjölgun dauðsfalla í heimsfaraldrinum. FJöldi dauðsfalla hafi hins vegar aukist í takt við fjölgun greininga, sérstaklega í fyrstu bylgju faraldursins áður en bóluefnin komu á markað. „Mikilvægt er að ganga ávallt úr skugga um að þær heimildir sem skoðaðar eru um COVID-19 bóluefnin séu öruggar og taki tillit til nýjustu rannsókna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir alþjóðsambandið að: Bóluefnin gegn COVID-19 minnka til muna hættu á alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsvist og dauða SARS-CoV-2 veiran breytist stöðugt og því má reikna með að áfram verði þörf á örvunarbólusetningum Gögn sem tengjast meira en þrettán milljörðum bóluefnaskammta sem gefnir hafa verið á heimsvísu sýna að öryggi bóluefnanna er meira en áhættan Langflestar aukaverkanir sem fylgja notkun bóluefnanna eru vægar og tímabundnar Tilkynningum vegna gruns um aukaverkun eftir COVID-19 bólusetning er safnað saman og þær metnar af sérfræðingum eins og á við um öll önnur lyf Vísbendingar eru um að bólusetning dragi úr líkum á langvarandi COVID-19 sjúkdómi „Rangar eða misvísandi fullyrðingar um bóluefnin gegn COVID-19 hafa víða komið fram á samfélagsmiðlum. Tilkynningar um aukaverkanir tengdar bóluefnunum eru þá gjarnan ýktar eða mistúlkaðar, óskyld sjúkdómstilvik stundum ranglega tengd bóluefnunum. Slíkar rangfærslur hafa að líkindum leitt til alvarlegs heilsutjóns hjá mörgum þeim sem í kjölfarið hættu við að þiggja bólusetningu,“ segir á vef Lyfjastofnunar, þar sem fjallað er um yfirlýsingu ICMRA. Þá segir að engin gögn renni stoðum undir fullyrðingar um að bóluefnin gegn Covid-19 hafi valdið fjölgun dauðsfalla í heimsfaraldrinum. FJöldi dauðsfalla hafi hins vegar aukist í takt við fjölgun greininga, sérstaklega í fyrstu bylgju faraldursins áður en bóluefnin komu á markað. „Mikilvægt er að ganga ávallt úr skugga um að þær heimildir sem skoðaðar eru um COVID-19 bóluefnin séu öruggar og taki tillit til nýjustu rannsókna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira