Sjáðu mörkin tólf sem komu Blikum áfram: Hitað upp fyrir beina frá Dublin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 15:47 Blikar fagna marki Jasons Daða Svanþórssonar á móti Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik mæta í kvöld írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Leikur Shamrock Rovers og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni leikurinn er síðan spilaður á Kópavogsvellinum í næstu viku. Í boði fyrir sigurvegarann eru leikir á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Blikar komust í þessa viðureign með því að vinna báða leiki sína í forkeppni undankeppninnar sem fram fór í Kópavogi. Blikarnir skoruðu þá tólf mörk í tveimur leikjum þar sem þeir unnu 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó 5-0 sigur á Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Höskuldur Gunnlaugsson (2), Ágúst Eðvald Hlynsson (2), Klæmint Olsen, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Mörkin í seinni leiknum skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Hér má sjá mörkin tólf sem Breiðabliksliðið skoraði í þessum tveimur stórsigrum. Klippa: Mörk Blika í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2023-24 View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Næst á dagskrá eru tveir leikir við Shamrock Rovers sem er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght í Suður-Dublin. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Blikar kynna liðið fyrir stuðningsmönnum sínum á blikar.is. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 20 sinnum og FAI bikarinn 25 sinnum. Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1-0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7-0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir unnu Partizan Belgrad 2-1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu þar með samanlagt 3-2. Í fyrra komust Shamrok Rovers í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/23. Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Leikur Shamrock Rovers og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni leikurinn er síðan spilaður á Kópavogsvellinum í næstu viku. Í boði fyrir sigurvegarann eru leikir á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Blikar komust í þessa viðureign með því að vinna báða leiki sína í forkeppni undankeppninnar sem fram fór í Kópavogi. Blikarnir skoruðu þá tólf mörk í tveimur leikjum þar sem þeir unnu 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó 5-0 sigur á Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Höskuldur Gunnlaugsson (2), Ágúst Eðvald Hlynsson (2), Klæmint Olsen, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Mörkin í seinni leiknum skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Hér má sjá mörkin tólf sem Breiðabliksliðið skoraði í þessum tveimur stórsigrum. Klippa: Mörk Blika í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2023-24 View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Næst á dagskrá eru tveir leikir við Shamrock Rovers sem er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght í Suður-Dublin. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Blikar kynna liðið fyrir stuðningsmönnum sínum á blikar.is. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 20 sinnum og FAI bikarinn 25 sinnum. Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1-0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7-0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir unnu Partizan Belgrad 2-1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu þar með samanlagt 3-2. Í fyrra komust Shamrok Rovers í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/23. Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp.
Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira