Ummæli um vælandi kerlingar og byrlanir bættu gráu ofan á svart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2023 16:32 Aníta Rut við störf hjá lögreglu. Um er að ræða mynd úr safni sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum árið 2020 vegna fánanna sem sáust á búningnum. Reglum um einkennisbúninga lögreglu hefur síðan verið breytt. Eggert Jóhannesson Áminning sem var veitt lögreglukonu sem gerði lítið úr þolendum kynferðisbrota og meðlimum Öfga á Facebook var í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi lögreglukonuna ekki eiga rétt á miskabótum vegna áminningarinnar og breytingar á starfi hennar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ummæli lögreglukonunnar um vælandi kerlingar og byrlanir höfðu áhrif á niðurstöðu dómsins. Fram kemur í dómi héraðsdóms að lögreglukonan hafi verið í veikindaleyfi eftir slys haustið 2020 þegar birtist mynd af henni í lögreglubúningi. Var því haldið fram að að merki og fánar sem hún bar á búningnum bæru vott um fordóma og tengsl við öfgahópa. Fjallað var um málið á Vísi í október 2020. Lögreglukonan, Aníta Rut Harðardóttir, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða bætur sem festar væru á undirvesti lögreglumanna með frönskum rennilás. Lögreglumenn skiptist gjarnan á slíkum merkum til skemmtunar. Hún hefði ekki hugmynd um merkingu þeirra og væri ekki upplýst um neikvæða merkingu þeirra. Fjölmargir lögreglumenn bæru slíka fána. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði við það tilefni að merkin væru ósmekkleg. Hann hefði sent fyrirmæli á alla lögreglumenn um að fjarlægja fánana strax af undirvestum sínum. Sagan á bak við fánana var útskýrð á Vísi á sínum tíma. Í nóvember 2020 sendi Aníta bréf til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og gerði athugasemd við að embættið hefði ekki rætt við sig og fengið afstöðu í málinu áður en embættið tjáði sig á opinberum vettvangi. Með ummælum Ásgeirs hefði verið vegið að Anítu persónulega þótt vitað væri að fjöldi lögreglumanna hefði borið sömu eða svipuð merki án athugasemda um langa tíð. Í svarbréfi lögregluembættisins var því mótmælt að Aníta hefði verið gerð persónulega ábyrg. Embættið hefði talið sig þurfa að bregðast hratt við og koma á framfæri að slík merkjanotkun væri hvorki við hæfi né með vilja embættisins. Ekki stæði til að refsa henni né öðrum vegna þessara merkinga. Aníta sneri aftur til vinnu vorið 2021 við rannsóknardeild í hálfu starfi. Hún taldi kyrrstöðu og daglanga vinnu við tölvu ekki henta vegna einkenna í kjölfar slyss. Framvísaði hún haustið 2021 vottorði um að hún væri fær um að starfa í almennri deild í 40 prósent starfi. „I am about to lose my shit“ Það var svo í október 2021 sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem skömmu áður hafði tjáð sig um ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, gagnrýndi yfirlýsingu Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða í knattspyrnu. Aron Einar var þá til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot árið 2010. Málið hefur síðan verið fellt niður. „Enn ein fokking yfirlýsingin, ég get svarið það, I am about to lose my shit,“ sagði Þórhildur Gyða á samfélagsmiðlum. Mannlíf skrifaði frétt um viðbrögð Þórhildar Gyðu sem fór fyrir augu Anítu lögreglukonu. Aníta deildi frétt Mannlífs á Facebook og skrifaði textann: „Full á djamminu.is“. Nokkrum dögum síðar birti Mannlíf aftur frétt um þá skoðun femínistahópsins Öfga að suð um kynlíf væri nauðgun. Aníta deildi þeirri frétt sömuleiðis og skrifaði textann: „ég bilast (broskallar) held að þessi „HER“ ætti að breyta nafninu sínu í Psychoherinn, þvílíka bullið.“ Þá útskýrði Aníta nánar í athugasemdum að það að kalla suð nauðgun væri móðgun við þær konur sem hefðu í raun orðið fyrir slíkri árás. Það sem verið væri að lýsa væri andlegt ofbeldi en ekki nauðgun. Alls ekki eitthvað sem fólk ætti að þurfa að þola en tuð væri þó ekki nauðgun. Hafnað um starf við almenna löggæslu Tæpum þremur vikum síðar tilkynnti lögreglustjóri að beiðni Anítu um 40 prósent starf í almennri útkallsdeild hefði verið hafnað. Starfsmenn þar þyrftu að hafa 100 prósent starfshæfni. Var Anítu boðið 40 prósent hlutastarf við aðrar deildir sem hún hafnaði. Í tölvupósti sama dag mótmælti lögmaður Anítu afstöðu og skoraði á embættið að hleypa Anítu til starfa. Í frekari samskiptum í tölvupósti og símtölum mun hafa verið rætt hvort lögreglustjóri hygðist aðhafast frekar vegna ummæla Anítu á Facebook. Aníta mótmælti að því máli yrði blandað saman við beiðni hennar um endurkomu í starf við almenna deild. Lögreglumenn við störf.Vísir/Vilhelm Í lok nóvember 2021 var boðað til fundar Anítu og lögmanns hennar ásamt Margréti Kristínu Pálsdóttur, yfirlögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Sigurveigu Helgu Jónsdóttur, mannauðsstjóra embættisins. Var tekið fram í upphafi fundar að eina tilefnið væri endurkoma til starfa en ummæli á samfélagsmiðlum yrðu rædd síðar. Var Aníta beðin um að taka að sér nýtt verkefni að safna og áhættugreina mikilvæga innviði í umdæmi lögreglustjórans. Það kallaði á reyndan lögreglumann og vildu þau fela Anítu hlutverkið. Aníta kvaðst mótfallin að sinna verkefninu og taldi ljóst að ráðstöfunin væri vegna ummæla hennar á Facebook nokkrum vikum fyrr. Vottorð frá trúnaðarlækni Tíu dögum síðar lagði Aníta fram nýtt læknisvottorð frá trúnaðarlækni um að hún væri fær til að sinna 100 prósent starfi við almenna deild. Þá bauðst hún til að starfa við fangamóttöku til að geta haldið áfram að vinna með samstarfsfélögum sínum. Embættið hafnaði þeirri tillögu. Með bréfi lögreglustjóra var henni tilkynnt að ráðgert væri að gera breytingu á störfum hennar og verksviði í vikunni á eftir. Hún ætti að starfa sem varðstjóri við upplýsingaáætlanir og áhættugreiningar. Um tímabundið verkefni væri að ræða en svo yrði tekin ný ákvörðun. Breytingin myndi hafa áhrif á vinnutímafyrirkomulag og þar með launagreiðslur. Hún fengi þó meðaltalsyfirvinnu í þrjá mánuði til að koma til móts við aðstæður. Aníta mótmælti þessu í bréfi um miðjan desember og þá sérstaklega að verið væri að blanda saman tveimur aðskildum málum. Endurkomu úr veikindaleyfi annars vegar og máli vegna Facebook-færslna hennar hins vegar. Breyting á starfi fæli í sér mikla breytingu; nýja deild, nýja starfsstöð, nýja samstarfsmenn, nýjan yfirmann og ný verkefni. Auk þess kjaraskerðingu og þar með tekjuskerðingu. Áminning boðuð Það var svo um miðjan janúar 2022 sem Halla Bergþóra lögreglustjóri tilkynnti Anítu bréfleiðis að fyrirhugað væri að veita henni áminningu fyrir brot í starfi vegna fyrrnefndra ummæla á Facebook. Í bréfinu sagði að Aníta starfaði sem varðstjóri og meðal verkefna gæti verið að koma á vettvang þar sem mögulegt kynferðisofbeldi eða byrlun gæti hafa átt sér stað. Hún gæti þurft að taka ákvörðun um næstu skref mála. Því þyrfti að vera hafið yfir allan vafa um að hún tæki þannig á málum að gætti væri að hlutleysisskyldum og réttsýni bæði gagnvart meintum geranda og meintum þolanda. Umrædd háttsemi og ummæli væru ekki til þess fallin að hafið væri yfir vafa að Aníta hefði slíkt að leiðarljósi. Halla Bergþóra tók við starfi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu árið 2020.Vísir/Vilhelm Hún hefði þannig brotið gegn skyldum sem kveðið væri á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lögreglulögum og siðareglum starfsmanna lögreglu. Mikilvægt væri að borgarar gætu leitað til lögreglu og treyst því að mál þeirra yrðu tekin til skoðunar af fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þá væri mikilvægt að starfsmenn lögreglu hegðuðu sér ekki þannig að það hefði áhrif á traust sem lögregla yrði almennt að njóta. Framangreind háttsemi stefnanda væri að mati embættisins til þess fallin að grafa undan trausti til lögreglu og mögulega letja þolendur til þess að leita til lögreglu ef þeir teldu sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Fékk lista af þeim sem kvörtuðu Ákveðið var á fundi lögmanns Anítu með fulltrúum lögregluembættisins síðar í janúar 2022 að hún héldu launaröðun sinni og öðrum greiðslum samkvæmt kjarasamningi. Þá væri henni gefinn kostur á 28 yfirvinnutímum í mánuði og greiðsla 100 prósent launa yrði miðuð við 29. október 2021 þegar óskað hefði verið eftir tíma hjá trúnaðarlækni. Lögmaður Anítu ítrekaði í framhaldinu andmæli við fyrirhuguðum breytingum á starfssviði hennar og fyrirhugaðri áminningu. Í framhaldinu óskaði Aníta eftir upplýsingum um þær kvartanir sem borist hefðu embættinu vegna ummælanna á Facebook. Embættið sendi Anítu samantekt um kvartanirnar án yfirstrikana á nöfnum þeirra. Aníta svaraði bréfinu og benti á að sumar þeirra kæmu af reikningum á samfélagsmiðlum sem væru undir fölsku nafni. Þá væri ljóst að meirihluti þeirra nafna sem tilgreind voru sem kvartendur væru úr hópi sem hefði haft samantekin ráð um að senda inn kvartanir og tengdist meðal annars hópnum Öfgar sem væri þekktur fyrir harða og oft á tíðum ómálefnalega gagnrýni á hendur lögreglu vegna meðferðar á kynferðisbrotamálum. Niðrandi og ómálefnaleg ummæli Þann 16. febrúar 2022 var Anítu tilkynnt með tveimur bréfum um flutning í starfi annars vegar og að hún hefði verið áminnt hins vegar. Í bréfinu kom fram að ástæða áminningarinnar væri framkoma Anítu á Facebook og rakin fyrri sjónarmið lögreglu hvað færslurnar varðaði. Í rökstuðningi um flutninginn sem Aníta krafðist sagði lögregla að verkefni hennar þyrfti að vera unnið af varðstjóra. Það hefði borið upp á sama tíma og hún hefði snúið aftur til starfa og hentað vel sökum þess að rétt væri að hún færi rólega af stað eftir veikindaleyfi. Þá yrði ekki horft fram hjá því að embættið hefði fengið vitneskju „um niðrandi og ómálefnaleg ummæli“ sem stefnandi hafi látið falla á Facebook sem væru að mati embættisins „til þess fallin að rýra það traust sem lögreglumenn verða að njóta. Sama dag tilkynnti lögmaður Anítu að hún myndi mæta til vinnu á nýja starfsstöð en jafnframt að hún áskildi sér rétt til að leita til dómstóla vegna ráðstafana gagnvart henni, bæði vegna áminningar og flutnings í starfi. Ítrekaðar spurningar í Twitter-maraþoni Sigurveig Helga Jónsdóttir, mannauðsstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýsti því við aðalmeðferð málsins að engin tengsl væru á milli fánamálsins svokallaða og áminningarinnar og breytinga í starfi. Fyrsta málið hefði lotið að lögreglumönnum almennt enda Aníta ekki verið sú eina sem var með slíkar merkingar. Engum lögreglumanni hefði verið refsað vegna málsins. Varðandi höfnun á beiðni Anítu að snúa aftur í almenna löggæslu sagði Sigurveig Helga að settar hefðu verið verklagsreglur um að fólk sem væri í hlutastarfi vegna veikinda kæmi ekki til starfa í almenna löggæslu. Embættið vildi ekki taka þá áhættu sem fælist í því að lögreglumenn sem hefðu ekki fulla heilsu lentu í átökum eða ófyrirséðum atvikum. Aníta væri ekki fyrsti einstaklingurinn sem hefði fengið slíka höfnun. Varðandi ummæli Anítu á Facebook þá hefðu þau valdið óróa, bæði í samfélaginu og innanhúss. Þingmaður hefði til að mynda lýst opinberlega yfir vonbrigðum með viðhorf í lögreglunni. Þá hefðu starfsmenn komið á fund mannauðsstjóra og lýst yfir áhyggjum. Aðrir stjórnendur hefðu átt svipuð samtöl. Í Twitter-maraþoni lögreglu hefði ítrekað verið spurt um viðbrögð embættisins við máli Anítu. „Vælandi kerling niðri í bæ“ Sigurveig Helga mannauðsstjóri sagðist hafa hringt í Anítu um leið og athygli hennar var vakin á ummælunum um Þórhildi Gyðu. Viðbrögð Anítu hefðu komið henni á óvart enda hefði hún staðið fast á ummælunum og viðhaft frekari neikvæð ummæli um Þórhildi. Hefði Aníta látið þau orð falla að ef hún „ætti 5.000 kall fyrir hvert skipti sem einhver vælandi kerling niðri í bæ óskaði eftir að hún handtæki einhvern mann sem hún segði hafa byrlað sér, þá væri hún rík“. Aníta hefði ekki gert sér grein fyrir áhrifum ummæla hennar og setið fast á sýnu. Sigurveig Helga kvað háttsemi hennar og skort á innsýn í áhrif ummælanna hafa gefið til kynna að vægari viðbrögð en áminning myndu ekki duga. Varðandi kjör hennar þá hefði hún haldið þeim og byðust jafnframt yfirvinnutímar. Hún hefði sama yfirmann, sömu starfseiningu og þótt vinnuaðstaða flyttist í annað hús handan götunnar þá væri mötuneyti og kaffistofa sú sama. Viðhorfin mikið áhyggjuefni Varðandi ákvörðun um að hafna endurkomu í almenna deild eftir mat trúnaðarlæknis um fulla starfshæfni 9. desember 2021 sagði Sigurveig Helga helstu ástæðuna verið annað verkefni sem þurfti að manna. Þó væri ekki hægt að líta fram hjá því að hún væri nýsnúin aftur eftir veikindi og ummæli hennar. Margrét Kristín Pálsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, lýsti því að hafa komið að undirbúningi ákvarðana í málum Anítu. Hið svokallaða fánamál hefði engin áhrif haft á þær. Því máli hefði lokið með almennum tölvupósti til starfsmanna en í kjölfarið hefðu verið gerðar breytingar á reglugerð um einkennisfatnað. Þá nefndi Margrét Kristín að henni hefði blöskrað ummæli Anítu um að hún væri rík ef hún ætti fimm þúsund krónur fyrir hvert skipti sem einhver full kerling niðri í bæ ræddi við hana um byrlun. Þessi viðhorf Anítu hefðu verið mikið áhyggjuefni enda virtist hún ekki gera sér grein fyrir því að ummæli hennar virtust meiðandi og niðrandi fyrir þolendur kynferðisbrota. Málefnaleg gagnrýni til að byrja með Í niðurstöðu sinni segir héraðsdómur ljóst að Aníta gagnrýndi með ummælum sínum að suð um kynlíf væri lagt að jöfnu við alvarlegt kynferðisbrot eins og nauðgun. Þótt gagnrýni hennar væri að þessu leyti málefnaleg hafi hún gengið mun lengra með því að uppnefna forsvarskonur Öfga „psychoherinn“ og þannig lýsa efasemdum um andlegt heilbrigði ásamt því að birta mynd af konunum þremur með færslu sinni. Þessi leið til að setja fram gagnrýni hafi ekki verið í samræmi við skyldur hennar um að gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu og forðast að hafast nokkuð það í starfi sínu eða utan þess sem væri henni til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað gæti rýrð á það starf eða starfsgrein er hún ynni við. Þá væri ekki hægt að líta fram hjá því að Aníta hafi haft uppi neikvæð ummæli um einstaklinga sem leituðu til hennar vegna gruns um að þeim hefði verið byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Var því fallist á það mat lögreglustjóra að einsýnt hafi verið að vægari úrræði en áminning myndu ekki duga til að taka á þeirri háttsemi sem Aníta sýndi. Engin betri leið fær fyrir lögreglustjóra Þá fékk dómurinn ekki séð að ákvörðun lögreglustjóra um að færa Anítu úr hlutverki þar sem hún kynni að taka við tilkynningum um kynferðisbrot hafi stuðst við málefnalegt markmið að stuðla að trausti borgara til lögreglu. Ákvörðunin hefði að einhverju leyti byggt á þeim ummælum. Ekki fengist séð að lögreglustjóri hefði getað gætt betur að því að halda í traust almennings en að fela Anítu önnur verkefni en þau sem fælu í sér að taka við kærum frá einstaklingum. Þá hefði Aníta haldið öllum sínum föstu kjörum, boðist áfram yfirvinnutímar og fleira í þeim dúrnum. Var lögreglustjóri og íslenska ríkið um leið sýknað af kröfum Anítu sem fór fram á fjórar milljónir króna í miskabætur. Lögreglan Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Krefst svara um lögreglumann sem beri fasísk merki og „veitist að þolendum“ Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið mál lögregluþjóns til skoðunar, sem liggur undir ámæli vegna umdeildra ummæla um þolendur kynferðisbrota á Facebook. Lögreglumaðurinn hefur eytt færslum sínum en er harðlega gagnrýndur af varaþingmanni Pírata. 1. nóvember 2021 20:41 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Fram kemur í dómi héraðsdóms að lögreglukonan hafi verið í veikindaleyfi eftir slys haustið 2020 þegar birtist mynd af henni í lögreglubúningi. Var því haldið fram að að merki og fánar sem hún bar á búningnum bæru vott um fordóma og tengsl við öfgahópa. Fjallað var um málið á Vísi í október 2020. Lögreglukonan, Aníta Rut Harðardóttir, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða bætur sem festar væru á undirvesti lögreglumanna með frönskum rennilás. Lögreglumenn skiptist gjarnan á slíkum merkum til skemmtunar. Hún hefði ekki hugmynd um merkingu þeirra og væri ekki upplýst um neikvæða merkingu þeirra. Fjölmargir lögreglumenn bæru slíka fána. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði við það tilefni að merkin væru ósmekkleg. Hann hefði sent fyrirmæli á alla lögreglumenn um að fjarlægja fánana strax af undirvestum sínum. Sagan á bak við fánana var útskýrð á Vísi á sínum tíma. Í nóvember 2020 sendi Aníta bréf til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og gerði athugasemd við að embættið hefði ekki rætt við sig og fengið afstöðu í málinu áður en embættið tjáði sig á opinberum vettvangi. Með ummælum Ásgeirs hefði verið vegið að Anítu persónulega þótt vitað væri að fjöldi lögreglumanna hefði borið sömu eða svipuð merki án athugasemda um langa tíð. Í svarbréfi lögregluembættisins var því mótmælt að Aníta hefði verið gerð persónulega ábyrg. Embættið hefði talið sig þurfa að bregðast hratt við og koma á framfæri að slík merkjanotkun væri hvorki við hæfi né með vilja embættisins. Ekki stæði til að refsa henni né öðrum vegna þessara merkinga. Aníta sneri aftur til vinnu vorið 2021 við rannsóknardeild í hálfu starfi. Hún taldi kyrrstöðu og daglanga vinnu við tölvu ekki henta vegna einkenna í kjölfar slyss. Framvísaði hún haustið 2021 vottorði um að hún væri fær um að starfa í almennri deild í 40 prósent starfi. „I am about to lose my shit“ Það var svo í október 2021 sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem skömmu áður hafði tjáð sig um ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, gagnrýndi yfirlýsingu Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða í knattspyrnu. Aron Einar var þá til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot árið 2010. Málið hefur síðan verið fellt niður. „Enn ein fokking yfirlýsingin, ég get svarið það, I am about to lose my shit,“ sagði Þórhildur Gyða á samfélagsmiðlum. Mannlíf skrifaði frétt um viðbrögð Þórhildar Gyðu sem fór fyrir augu Anítu lögreglukonu. Aníta deildi frétt Mannlífs á Facebook og skrifaði textann: „Full á djamminu.is“. Nokkrum dögum síðar birti Mannlíf aftur frétt um þá skoðun femínistahópsins Öfga að suð um kynlíf væri nauðgun. Aníta deildi þeirri frétt sömuleiðis og skrifaði textann: „ég bilast (broskallar) held að þessi „HER“ ætti að breyta nafninu sínu í Psychoherinn, þvílíka bullið.“ Þá útskýrði Aníta nánar í athugasemdum að það að kalla suð nauðgun væri móðgun við þær konur sem hefðu í raun orðið fyrir slíkri árás. Það sem verið væri að lýsa væri andlegt ofbeldi en ekki nauðgun. Alls ekki eitthvað sem fólk ætti að þurfa að þola en tuð væri þó ekki nauðgun. Hafnað um starf við almenna löggæslu Tæpum þremur vikum síðar tilkynnti lögreglustjóri að beiðni Anítu um 40 prósent starf í almennri útkallsdeild hefði verið hafnað. Starfsmenn þar þyrftu að hafa 100 prósent starfshæfni. Var Anítu boðið 40 prósent hlutastarf við aðrar deildir sem hún hafnaði. Í tölvupósti sama dag mótmælti lögmaður Anítu afstöðu og skoraði á embættið að hleypa Anítu til starfa. Í frekari samskiptum í tölvupósti og símtölum mun hafa verið rætt hvort lögreglustjóri hygðist aðhafast frekar vegna ummæla Anítu á Facebook. Aníta mótmælti að því máli yrði blandað saman við beiðni hennar um endurkomu í starf við almenna deild. Lögreglumenn við störf.Vísir/Vilhelm Í lok nóvember 2021 var boðað til fundar Anítu og lögmanns hennar ásamt Margréti Kristínu Pálsdóttur, yfirlögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Sigurveigu Helgu Jónsdóttur, mannauðsstjóra embættisins. Var tekið fram í upphafi fundar að eina tilefnið væri endurkoma til starfa en ummæli á samfélagsmiðlum yrðu rædd síðar. Var Aníta beðin um að taka að sér nýtt verkefni að safna og áhættugreina mikilvæga innviði í umdæmi lögreglustjórans. Það kallaði á reyndan lögreglumann og vildu þau fela Anítu hlutverkið. Aníta kvaðst mótfallin að sinna verkefninu og taldi ljóst að ráðstöfunin væri vegna ummæla hennar á Facebook nokkrum vikum fyrr. Vottorð frá trúnaðarlækni Tíu dögum síðar lagði Aníta fram nýtt læknisvottorð frá trúnaðarlækni um að hún væri fær til að sinna 100 prósent starfi við almenna deild. Þá bauðst hún til að starfa við fangamóttöku til að geta haldið áfram að vinna með samstarfsfélögum sínum. Embættið hafnaði þeirri tillögu. Með bréfi lögreglustjóra var henni tilkynnt að ráðgert væri að gera breytingu á störfum hennar og verksviði í vikunni á eftir. Hún ætti að starfa sem varðstjóri við upplýsingaáætlanir og áhættugreiningar. Um tímabundið verkefni væri að ræða en svo yrði tekin ný ákvörðun. Breytingin myndi hafa áhrif á vinnutímafyrirkomulag og þar með launagreiðslur. Hún fengi þó meðaltalsyfirvinnu í þrjá mánuði til að koma til móts við aðstæður. Aníta mótmælti þessu í bréfi um miðjan desember og þá sérstaklega að verið væri að blanda saman tveimur aðskildum málum. Endurkomu úr veikindaleyfi annars vegar og máli vegna Facebook-færslna hennar hins vegar. Breyting á starfi fæli í sér mikla breytingu; nýja deild, nýja starfsstöð, nýja samstarfsmenn, nýjan yfirmann og ný verkefni. Auk þess kjaraskerðingu og þar með tekjuskerðingu. Áminning boðuð Það var svo um miðjan janúar 2022 sem Halla Bergþóra lögreglustjóri tilkynnti Anítu bréfleiðis að fyrirhugað væri að veita henni áminningu fyrir brot í starfi vegna fyrrnefndra ummæla á Facebook. Í bréfinu sagði að Aníta starfaði sem varðstjóri og meðal verkefna gæti verið að koma á vettvang þar sem mögulegt kynferðisofbeldi eða byrlun gæti hafa átt sér stað. Hún gæti þurft að taka ákvörðun um næstu skref mála. Því þyrfti að vera hafið yfir allan vafa um að hún tæki þannig á málum að gætti væri að hlutleysisskyldum og réttsýni bæði gagnvart meintum geranda og meintum þolanda. Umrædd háttsemi og ummæli væru ekki til þess fallin að hafið væri yfir vafa að Aníta hefði slíkt að leiðarljósi. Halla Bergþóra tók við starfi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu árið 2020.Vísir/Vilhelm Hún hefði þannig brotið gegn skyldum sem kveðið væri á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lögreglulögum og siðareglum starfsmanna lögreglu. Mikilvægt væri að borgarar gætu leitað til lögreglu og treyst því að mál þeirra yrðu tekin til skoðunar af fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þá væri mikilvægt að starfsmenn lögreglu hegðuðu sér ekki þannig að það hefði áhrif á traust sem lögregla yrði almennt að njóta. Framangreind háttsemi stefnanda væri að mati embættisins til þess fallin að grafa undan trausti til lögreglu og mögulega letja þolendur til þess að leita til lögreglu ef þeir teldu sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Fékk lista af þeim sem kvörtuðu Ákveðið var á fundi lögmanns Anítu með fulltrúum lögregluembættisins síðar í janúar 2022 að hún héldu launaröðun sinni og öðrum greiðslum samkvæmt kjarasamningi. Þá væri henni gefinn kostur á 28 yfirvinnutímum í mánuði og greiðsla 100 prósent launa yrði miðuð við 29. október 2021 þegar óskað hefði verið eftir tíma hjá trúnaðarlækni. Lögmaður Anítu ítrekaði í framhaldinu andmæli við fyrirhuguðum breytingum á starfssviði hennar og fyrirhugaðri áminningu. Í framhaldinu óskaði Aníta eftir upplýsingum um þær kvartanir sem borist hefðu embættinu vegna ummælanna á Facebook. Embættið sendi Anítu samantekt um kvartanirnar án yfirstrikana á nöfnum þeirra. Aníta svaraði bréfinu og benti á að sumar þeirra kæmu af reikningum á samfélagsmiðlum sem væru undir fölsku nafni. Þá væri ljóst að meirihluti þeirra nafna sem tilgreind voru sem kvartendur væru úr hópi sem hefði haft samantekin ráð um að senda inn kvartanir og tengdist meðal annars hópnum Öfgar sem væri þekktur fyrir harða og oft á tíðum ómálefnalega gagnrýni á hendur lögreglu vegna meðferðar á kynferðisbrotamálum. Niðrandi og ómálefnaleg ummæli Þann 16. febrúar 2022 var Anítu tilkynnt með tveimur bréfum um flutning í starfi annars vegar og að hún hefði verið áminnt hins vegar. Í bréfinu kom fram að ástæða áminningarinnar væri framkoma Anítu á Facebook og rakin fyrri sjónarmið lögreglu hvað færslurnar varðaði. Í rökstuðningi um flutninginn sem Aníta krafðist sagði lögregla að verkefni hennar þyrfti að vera unnið af varðstjóra. Það hefði borið upp á sama tíma og hún hefði snúið aftur til starfa og hentað vel sökum þess að rétt væri að hún færi rólega af stað eftir veikindaleyfi. Þá yrði ekki horft fram hjá því að embættið hefði fengið vitneskju „um niðrandi og ómálefnaleg ummæli“ sem stefnandi hafi látið falla á Facebook sem væru að mati embættisins „til þess fallin að rýra það traust sem lögreglumenn verða að njóta. Sama dag tilkynnti lögmaður Anítu að hún myndi mæta til vinnu á nýja starfsstöð en jafnframt að hún áskildi sér rétt til að leita til dómstóla vegna ráðstafana gagnvart henni, bæði vegna áminningar og flutnings í starfi. Ítrekaðar spurningar í Twitter-maraþoni Sigurveig Helga Jónsdóttir, mannauðsstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýsti því við aðalmeðferð málsins að engin tengsl væru á milli fánamálsins svokallaða og áminningarinnar og breytinga í starfi. Fyrsta málið hefði lotið að lögreglumönnum almennt enda Aníta ekki verið sú eina sem var með slíkar merkingar. Engum lögreglumanni hefði verið refsað vegna málsins. Varðandi höfnun á beiðni Anítu að snúa aftur í almenna löggæslu sagði Sigurveig Helga að settar hefðu verið verklagsreglur um að fólk sem væri í hlutastarfi vegna veikinda kæmi ekki til starfa í almenna löggæslu. Embættið vildi ekki taka þá áhættu sem fælist í því að lögreglumenn sem hefðu ekki fulla heilsu lentu í átökum eða ófyrirséðum atvikum. Aníta væri ekki fyrsti einstaklingurinn sem hefði fengið slíka höfnun. Varðandi ummæli Anítu á Facebook þá hefðu þau valdið óróa, bæði í samfélaginu og innanhúss. Þingmaður hefði til að mynda lýst opinberlega yfir vonbrigðum með viðhorf í lögreglunni. Þá hefðu starfsmenn komið á fund mannauðsstjóra og lýst yfir áhyggjum. Aðrir stjórnendur hefðu átt svipuð samtöl. Í Twitter-maraþoni lögreglu hefði ítrekað verið spurt um viðbrögð embættisins við máli Anítu. „Vælandi kerling niðri í bæ“ Sigurveig Helga mannauðsstjóri sagðist hafa hringt í Anítu um leið og athygli hennar var vakin á ummælunum um Þórhildi Gyðu. Viðbrögð Anítu hefðu komið henni á óvart enda hefði hún staðið fast á ummælunum og viðhaft frekari neikvæð ummæli um Þórhildi. Hefði Aníta látið þau orð falla að ef hún „ætti 5.000 kall fyrir hvert skipti sem einhver vælandi kerling niðri í bæ óskaði eftir að hún handtæki einhvern mann sem hún segði hafa byrlað sér, þá væri hún rík“. Aníta hefði ekki gert sér grein fyrir áhrifum ummæla hennar og setið fast á sýnu. Sigurveig Helga kvað háttsemi hennar og skort á innsýn í áhrif ummælanna hafa gefið til kynna að vægari viðbrögð en áminning myndu ekki duga. Varðandi kjör hennar þá hefði hún haldið þeim og byðust jafnframt yfirvinnutímar. Hún hefði sama yfirmann, sömu starfseiningu og þótt vinnuaðstaða flyttist í annað hús handan götunnar þá væri mötuneyti og kaffistofa sú sama. Viðhorfin mikið áhyggjuefni Varðandi ákvörðun um að hafna endurkomu í almenna deild eftir mat trúnaðarlæknis um fulla starfshæfni 9. desember 2021 sagði Sigurveig Helga helstu ástæðuna verið annað verkefni sem þurfti að manna. Þó væri ekki hægt að líta fram hjá því að hún væri nýsnúin aftur eftir veikindi og ummæli hennar. Margrét Kristín Pálsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, lýsti því að hafa komið að undirbúningi ákvarðana í málum Anítu. Hið svokallaða fánamál hefði engin áhrif haft á þær. Því máli hefði lokið með almennum tölvupósti til starfsmanna en í kjölfarið hefðu verið gerðar breytingar á reglugerð um einkennisfatnað. Þá nefndi Margrét Kristín að henni hefði blöskrað ummæli Anítu um að hún væri rík ef hún ætti fimm þúsund krónur fyrir hvert skipti sem einhver full kerling niðri í bæ ræddi við hana um byrlun. Þessi viðhorf Anítu hefðu verið mikið áhyggjuefni enda virtist hún ekki gera sér grein fyrir því að ummæli hennar virtust meiðandi og niðrandi fyrir þolendur kynferðisbrota. Málefnaleg gagnrýni til að byrja með Í niðurstöðu sinni segir héraðsdómur ljóst að Aníta gagnrýndi með ummælum sínum að suð um kynlíf væri lagt að jöfnu við alvarlegt kynferðisbrot eins og nauðgun. Þótt gagnrýni hennar væri að þessu leyti málefnaleg hafi hún gengið mun lengra með því að uppnefna forsvarskonur Öfga „psychoherinn“ og þannig lýsa efasemdum um andlegt heilbrigði ásamt því að birta mynd af konunum þremur með færslu sinni. Þessi leið til að setja fram gagnrýni hafi ekki verið í samræmi við skyldur hennar um að gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu og forðast að hafast nokkuð það í starfi sínu eða utan þess sem væri henni til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað gæti rýrð á það starf eða starfsgrein er hún ynni við. Þá væri ekki hægt að líta fram hjá því að Aníta hafi haft uppi neikvæð ummæli um einstaklinga sem leituðu til hennar vegna gruns um að þeim hefði verið byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Var því fallist á það mat lögreglustjóra að einsýnt hafi verið að vægari úrræði en áminning myndu ekki duga til að taka á þeirri háttsemi sem Aníta sýndi. Engin betri leið fær fyrir lögreglustjóra Þá fékk dómurinn ekki séð að ákvörðun lögreglustjóra um að færa Anítu úr hlutverki þar sem hún kynni að taka við tilkynningum um kynferðisbrot hafi stuðst við málefnalegt markmið að stuðla að trausti borgara til lögreglu. Ákvörðunin hefði að einhverju leyti byggt á þeim ummælum. Ekki fengist séð að lögreglustjóri hefði getað gætt betur að því að halda í traust almennings en að fela Anítu önnur verkefni en þau sem fælu í sér að taka við kærum frá einstaklingum. Þá hefði Aníta haldið öllum sínum föstu kjörum, boðist áfram yfirvinnutímar og fleira í þeim dúrnum. Var lögreglustjóri og íslenska ríkið um leið sýknað af kröfum Anítu sem fór fram á fjórar milljónir króna í miskabætur.
Lögreglan Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Krefst svara um lögreglumann sem beri fasísk merki og „veitist að þolendum“ Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið mál lögregluþjóns til skoðunar, sem liggur undir ámæli vegna umdeildra ummæla um þolendur kynferðisbrota á Facebook. Lögreglumaðurinn hefur eytt færslum sínum en er harðlega gagnrýndur af varaþingmanni Pírata. 1. nóvember 2021 20:41 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Krefst svara um lögreglumann sem beri fasísk merki og „veitist að þolendum“ Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið mál lögregluþjóns til skoðunar, sem liggur undir ámæli vegna umdeildra ummæla um þolendur kynferðisbrota á Facebook. Lögreglumaðurinn hefur eytt færslum sínum en er harðlega gagnrýndur af varaþingmanni Pírata. 1. nóvember 2021 20:41
Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent